miðvikudagur, desember 24, 2008

Síðasta laugardag gerðum við Jón Smári og Bjarki okkur dagamun og skelltum okkur í Hrunalaug. Hrunalaug er nokkurskonar villibað en samt aðeins manngert. Neðri laugin er að hlutatil steypt og það er yfirbyggt skjól þar, sem nýtist til þess að skipta um föt. Í gegnum skjólið rennur heitt vatn, sem hitar aðeins rýmið. Efri laugin er grafinn inn í hlíðina og er hlaðin úr grágrýti. Báðar laugarnar eru frekar litlar.
Með þessum fallegu myndum vil ég óska ykkur hamingju yfir jólin. Myndasmiður Jón Smári.

Efri laug.

Neðri laug, ofan til hægri megin er efri laug.


Neðri laug og skólið. Þessi mynd var tekin á 30 sek, eftir 15 sek færðum við okkur þannig að það eru tveir Bjarkar og Siggar.



Á leiðinni í baðið.

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Myndband sem ég bjó til fyrir Glymson group. Myndbandið var gert fyrir aðalfund félagsins í nóvember 2008.

Nú er ég búin að vera á Íslandi í viku tíma og búin að hafa það mjög gott, hitta fjölskyldu og vini. Er núna að byrja vinna verkefni fyrir Súðavíkur kirkju. Það sem mér er falið að gera er að útfæra minnisvarða og hanna umhverfi hans.

laugardagur, nóvember 01, 2008

Nú hef ég lokið við áfangann Digital terrain modeling (Autocad Civil 3d). Læt fylgja lokaverkefni frá þeim áfanga.















laugardagur, október 25, 2008

Var að skila loka verkefni ásamt hópnum mínum í áfanganum Digital terrain modeling (Autocad Civil 3d). Eigum reyndar eftir að kynna verkefnið, það verður gert á þriðjudaginn. Ég er ánægður með verkefnið, lenti líka í góðum hóp í þetta skiptið, sem betur fer. Ætla að setja verkefnið inn á síðuna í næstu viku. Annars er lítið annað að frétta, annað en að skólinn gengur. Sakna aðeins að vera ekki í rafmagnsleysinu og öllum snjónum fyrir vestan.
Ég og Helga syss skárum út grasker í vikunni, aðeins að taka þátt í hrekkjarvökunni. Myndir fylgja af graskerinu.






Fékk smá leið á lærdómnum, þannig að ég fór bara að Photo'shoppa.


laugardagur, október 18, 2008

Britta vann getraun vikunnar. Síðan gefur henni vegleg verðlaun, fyrir góðan árangur. Svarið við spurningunni er að knapinn er ekki í vinstra ístaðinu. Knapinn á myndinni er Aggi Magg, hann ríður Glym frá Innri Skeljabrekku, mér sýnist þetta vera Fiskilækjar töltið. Þetta er nú ekki vanalegt að sjá hjá svona góðum knapa. Aggi er einn af okkar bestu knöpum og er þetta óvenjulegt fyrir hann.
Annars var ég að koma frá Dragör, Helga og Per buðu mér í mat. Það eru alltaf jólin hjá þeim, þau eru alveg ótrúleg. Gott að eiga góða að!
Sá sem er fyrstur að sjá eitthvað athugavert við þessa mynd, fær verðlaun frá síðunni.


Langar að taka það fram flestar myndir á síðunni eru teknar á símann minn. Þannig að gæðin eru kannski ekki alveg nógu góð.

föstudagur, október 17, 2008

Frekar merkileg mynd. Jón Páll, Búri og Fjölnir.
The Icelandic tattoo corp.

Félagarnir Sindir og Jón Rafnar.

Veronika vinkona, Jón Rafnar, Helga Syss og Per.


Um síðustu, allt svo helgi hafði Jón Rafnar félagi samband. Hann var á leið á húðflúr session í Malmö og bauð mér með, strákurinn skellti sér með að sjálfsögðu. Rétt áður en ég lagði af stað ákvað Helga syss og Per að kíkja með. Það var vægast sagt gaman! Mikið af alls konar fólki, með mikið húðfúr. Mér fannst sérstaklega gaman af því að sjá hvað fólk í þessu fagi er ótrúlegir listamenn. Nokkrar myndir fylgja.

fimmtudagur, október 16, 2008

Það er kannski ekki mikið að frétta, búin að vera mikið hjá Helgu systir og Per, þau hafa verið að halda mér uppi síðustu daga. Hefur gengið erfiðlega að millifæra pening frá Íslandi, eins og allir vita. En kreppu tíminn minn hefur alls ekki verið leiðinlegur! Mér var t.d. boðið í bátsferð til Svíþjóðar, það var mjög gaman. Í fáum orðum... við fórum frá Dragör, undir Öresundsbrúnna og þaðan til Malmö, þar sem farið var á kaffihús. Fylgja nokkrar myndir frá ferðinni. Það eru fleyri myndir inn á Facebook.


Báturinn við bryggjuna í Malmö.

Bryggju hverfið í Malmö, turninn á myndinni er hæsta bygging í Skandinavíu.


Öresunds brúin.

Stin, Helga systir, Per, Sandra og Theis.



Strákurinn.



Strákurinn að stýra.

föstudagur, október 03, 2008




Var rétt í þessu að skila verkefni, mjög sáttur við að vera búin með það. Bjó til jpg skrár úr pósterunum, ekki mjög skýrt þannig, en þið getið séð e-ð vonandi. Mig langaði líka koma því að að síminn minn er bilaður... vona að ég nái að laga hann fljótt.









fimmtudagur, október 02, 2008

Þetta er lang flottasti hestur sem ég hef séð. Það er mín skoðun.... Huginn frá Haga. 9.05 fyrir hæfileika. Væri gaman ef þið mynduð vilja comment'era á hvað er ykkar uppáhalds kvikindi.
Þá er fyrsta skoðunarkönnunni búin! Ekki var hægt að taka mark á henni, því að of fáir tóku þátt. Lýðræði er við líð á þessari síðu. Djók

þriðjudagur, september 30, 2008

Var að koma heim úr vettvangsferð, fór ásamt bekknum mínum að kíkja á svæði sem eru staðsétt á víð og dreyf um stór Kaupmannahafnar svæðið. Svæðin eiga það sameiginlegt að hæðalínur spila stóran þátt. Þessi ágæta ferð endaði í Luoisiana museum of modern art safninu, það fannst mér vera toppurinn, reyndar búin að fara þangað áður, hef samt alltaf jafn gaman af því svæði. Ótrúlega flott mannvirki í flottu umhverfi, þar sem ljós og skuggi mynda rými haha djók. En ég mæli með þessu safni, alltaf góðar sýningar þar.


Takk fyrir kveðjuna Gunni. Gaman að vita af þér hér í DK. Nú verð ég að hoppa upp í lest og kíkja á ykkur. Ætla einmitt að fara að adda Glyms síðunni á bloggið mitt. Hvet alla að kíkja á þá síðu. BTW Gunni á Glym frá Innri-Skeljabrekku ásamt Finnsa og Lenu.



Hér er mynd af Glym, knapi Agggi Magg.

laugardagur, september 27, 2008

Takk fyrir commentid Frikki... Var med heimsokn akkurat tegar tu komst, Remy var hja mer. Vid gerum e-d skemmtilegt tegar tu kemur næst. Annars verd eg a Islandi nov og des, kiki potttett a tig. Alltaf gaman ad koma ad Holum. Frikki og Sonja a Holum. Skellti einni mynd inn fyrir ta lesendur sem vita ekki hver Frikki er. Fridrik er ad kenna i Holaskola og Sonja er i sama skola og eg, og er ad læra dyrlæge.
P.s. Væri gaman fyrir lesendur ad vita hvada hross er a myndinni.
P.s.s. Skrifadi tetta blogg i skolanum, tannig ad tad vantar Islenska stafi.

föstudagur, september 26, 2008

"Merki um velgengni koma og fara. Góð einkunn í gamla daga er fjarlæg minning. Glingrið sem þú keyptir í gær fer til Góða hirðisins á næsta ári. Hvað finnst þér?" Ha ha ég rakst á þess stjórnuspá á mbl.is. "Góð einkunn í gamla daga er fjarlæg minning". Þessi setning á vel við daginn í dag, þó svo ég taki ekki mark á stjórnuspám. Allavega ég var í pófi í dag, þar sem var notast við Auto cad civil 3d. Mér gekk mjög illa, í byrjun lenti ég í vandræðum og var mjög stressaður, þar af leiðandi búinn að missa dýrmætan tíma. Gat síðan klórað mig út úr þessu en samt náði ég ekki að klára prófið. En þetta kemur í ljós, nenni ekki að stressa mig! Þarf lítið að læra fram á mánudag, þannig að ég ætla bara að njóta þess að vera ekki að læra :-).

fimmtudagur, september 25, 2008

Hestur vikunnar er skörungshryssan, sem keppir í B-flokki Kjarnorka frá Kálfholti. Þessi hryssa hefur heldur betur verið að blómstra í sumar með knapa sínum Sigurði Sigurðarsyni. Sigga til enn meiri ánægju er hún fædd þeim hjónum og hefur ávallt verið í þeirra eigu. Sigríður Þórðardóttir, kona Sigga, fékk að halda móður Kjarnorku á sínum tíma og valdi Kveik frá Miðsitju til verksins. Kveikur er nýfallinn gæðingur sem flestir þekkja. Móðir Kjarnorku er 1. Verðlauna hryssan Orka frá Kálfholti. Siggi tamdi Kjarnorku og segir hana ekki hafa verið mjög áberandi í fyrstu, hún hafi látið lítið yfir sér og var einstaklega auðtamin og geðgóð. Hún var sýnd í 1. Verðlaun 5 vetra gömul og er núna orðin 7 vetra.

Knapinn Sigurði Sigurðarsyni og Kjarnorka frá Kálfholti.

miðvikudagur, september 24, 2008

Tilkynning, Helga systir og Per eru að fara að gifta sig þann 20 des næstkomandi. Per fór á skeljarnar þegar Helga átti afmæli fyrir viku síðan. Annar er lítið að frétta af mér er bara að læra fyrir próf sem er á föstudaginn. Bið að heilsa í bili.

Per og Helga á bryggjunni í Dragör.

Per, Helga og Andri að grilla í góða veðrinu.

þriðjudagur, september 23, 2008

Skilaði verkefni í gær, verkefnið snerist um að hanna wadi í landslag. Eða gera lægð í landslag svo að vatn geti safnast þar saman og þar af leiðandi farið niður í grunnvatnið, gera ráðstafanir ef skildi rigna mikið á stuttum tíma. Verkefnið átti að vinna í Auto cad civil 3d, einnig þurfti að reikna út hvað wadi'ið getur tekið á móti miklu vatni. Frekar strembið verkefni en samt mjög gaman, enda er maður ekki í slæmum félagsskap í skólanum. Á föstudag er svo próf, við þurfum að leisa verkefni í civil 3d. Nú er bara að æfa sig vel fyrir það.

laugardagur, september 20, 2008

Ætla að birta fleyri myndir frá skóla lífinu á næstunni. Hér koma tvær skemmtilegar til að byrja með.



Addi, Stafán, Bóbó og Biggi.


Var ekki alveg að ná öllu þennan dag, svimi.

Nokkrar myndir frá því um síðustu helgi. Remy Lena kíkti á strákinn til Köben, við gerðum mikið skemmtilegt, þessi helgi var alveg frábær. Maðal þess sem við gerðum var að skoða þann undur fallega bæ Drageyri. Helga og Per tóku á mótu okkur eins og við værum konungsborin, sem og við erum. Við gerðum margt skemmtilegt með þeim og þeirra vinum.

Miðbærinn í Dragör.


Remy sæta

Perrrr, diggalaias and digaluas.


Börný




Skólinn er í fullum gangi. Nú er ég í áfanganum Terrain and Technology in Landscape Architecture, þar sem er í aðal atriðum verið að kenna á Auto cad civil 3d. Verkefnið sem ég er að fást við núna, er að setja W.A.D.I. í landslag (hæðalínur). Wadi er í rauninni lægð sem er gerð í landslagið, lægðin safnar síðan saman vatni sem kemur að ofan (storm water). Þetta er í rauninni svona sustainable system. Vatnið þarf að berist í grunnvatnið án þess að mengast alvarlega. Með því að búa til wadi er maður í raunni að bera vatnið óhindrað niður í grunnvatnið, í gegn um jarðvegin. Til þess þarf vatnið að safnast saman í einu wadi (lægð í landslagi) eða fleyrum.
Hollendingar fóru fyrst að vinna með þetta wadi, beinlínis út af loftslagsbreytingum í heiminum. Mikið af borgum hafa farið gjörsamlega á flot á síðustu árum. Ein stærsta ástæðan er sú að yfirborð borga er að mestu leiti hús, malbik, steypa, hellur o.s.frv. Þar af leiðandi þarf að gera áætlanir um að storm water berist aftur í grunnvatnið óhindrað.
Til þess að búa til þrívíddar teikningu af þessu þarf maður að fara í gegn um mikinn prósess í forritinu civil 3d, sem er í rauninni frekar erftitt, en þetta er ótrúlega gaman.

miðvikudagur, september 17, 2008

Ekki gefast upp a blogginu minu.... Tannig er mal med vexti, ad eg er ekki nettengdur tar sem eg by og eg gef mer aldrei tima i ad blogga, tegar eg er i skolanum... En tad er verid ad vinna bætur a tvi, allt svo netinu. Helgin var frabær, Remy var hja mer og vid gerdum margt skemmtilegt... vorum medal annars mikid a teim goda stad Dragør.... Nuna er bilad ad gera i skolanum, en samt mjøg gaman. Meira blogg og myndir fra helginni, innan skamms.

P.s. Til Lykke med fødelsdagrn Helga, Din lille bro.

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Kom til Køben i vikunni, skolinn er byrjadur a fullu. Var strax skipt i hopa og sem betur fer lenti eg i godum hop i tetta skiptid. Vid eigum ad skila verkefni a næsta fimmtudag, tannig ad tad verdur nog ad gera. Vedrid er buid ad vera mjog gott um helgina, 25 stig....

fimmtudagur, júlí 03, 2008

Gunnar og Ísar kíktu á Skagann snemma á sunnudag, við kallarnir fórum síðan upp í sveit til Guðbjörns í kaffi, gaman að sjá Ísar leika við dýrin í sveitinni, honum fannst þau frekar spennandi. Í sömu ferð kíktum við einnig á litla folaldið. Ég fór síðan með þeim í bæinn, þar sem við komum nánast beint í EM partý, Rakel var búin að undirbúa ótrúlega flott hlaðborð, það var ekki leiðinlegt að horfa á leikinn meðan það var gert vel við mann með mat og drykk.
Síðustu daga er ég búin að vera í bænum hjá Gunnar og Rakel, og haft það gott, leikið mikið við Ísar snilling.

P.s. Það er komið nafn á litlu hryssuna, hún á að heita Gola og er frá Bakka.

sunnudagur, júní 29, 2008

Bauðst að fara með að sækja hross í Skagafjörðin í gærmorgun. Ákvað að skella mér enda góður félagsskapur þar á ferð. Alltaf gaman að ferðast um landið sitt, sérstaklega þegar maður er í hesta stússi. Eftir ferðina grilluðum við Guðbjörn hrefnu kjöt, það kom mér mikið á óvart hvað það er gott, mæli með því. Eftir mat fór ég svo í meira hesta stúss, kíkti með Brynjari á Hvanneyri, vá langt síðan að ég hef komið þangað! Brynjar var að láta sóna tvær merar og vitið menn þær voru báðar filfullar, greinilegt að Aðall frá Nýjabæ klikkar ekki. Svo þið skiljið hvað ég er að tala um þá hélt Brynjar merunum sínum undir Aðal. Læt mynd fylgja úr Skagafirðinum, takið eftir snjónum í fjöllunum.

Skagafjörður 28 júní



laugardagur, júní 28, 2008

Kíkti á litlu folaldið snemma í kvöld, Brynjar Atli átti leið upp í sveit og við ákváðum að kíkja á hryssuna í leiðinni. Eftir það kíktum við á Guðbjörn, hann var hálf lúinn enda búin að vera í viku hestaferð. Myndir sem fylgja vöru teknar með símanum mínum, tek betri myndir seinna.

Litla folaldið svarta.

Folaldið í stóðinu.


Kettlingarnir sem læðan hans Guðbjörns átti fyrir skemmstu. Þeir fást gefins, ef þið hafið áhuga.

P.s. Hryssan á eftir að verða grá, eða svipuð á litin eins og afi sinn alltsvo Huginn frá Haga. Þannig að nú veit ég bara ekkert hvað ég á að skýra hana! Hjálp.

föstudagur, júní 27, 2008

Kom heim í gær, flugið var gott. Alltaf gott að hafa ferða félaga, Bjössinn sem er í sama námi og ég flaug með sömu vél. Gisti hjá Gunnari, Rakel og Ísari í nótt, alltaf gaman að vakna þar, Ísar var mjög hress í morgun og ég var mjög ánægður þegar ég vissi að hann væri í fríi frá leikskólanum, þannig að við höfðum nægan tíma í morgun til að leika okkur. Eftir hádegi kíkti ég og Jón í vinnuna til Ingvars, yfir kaffibolla var spjallað um Hornstranda ferð sem þér eru að skipuleggja, þeir vilja endilega að kallinn komi með, aldrei að vita nema að ég skelli mér. Er núna á leiðinni að skoða litlu hryssuna mína.
p.s. Er málið að fara á tónleikana á morgun?

miðvikudagur, júní 25, 2008

Heimferðin að verða að veruleika, lendi um kl 23:00 annað kvöld, alltsvo fimmtudaginn 26 júní. Hlakka mikið til að hitta alla. P.s. ef þið hafið tillögur um fallegt nafn á litla svarta hryssu þá endilega skrifið comment.

mánudagur, júní 23, 2008

Var að spila síðasta leikinn á tímabilinu, það gekk vel við unnum! Ég átti skot í slá í fyrri hálfleik og í stöng í seinni, hvað er það? Reyndar bjargaði á línu, það er nú eins og að skora. Langar að spila í sumar, er að spá í að endurnýja samninginn minn við ÍA, ekki veitir þeim af. Hvað finnst ykkur um það?

fimmtudagur, júní 19, 2008

Það er fædd sótsvört hryssa! Það var það sem ég óskaði mér, þannig að ég er mjög sáttur. Verður gaman að koma heim og hitta litla folaldið.
Mér gekk vel í prófinu, ótrúlegur léttir að vera búin með áfangann Landskabsplanlægning Theme Course: Síðustu vikur hafa verið frekar erfiðar, hópurinn sem ég var í var mjög erfiður o.s.frv. Fyrir vikið er lántum betra að vera búin með áfangann. Ég er ótrúlega glaður með þetta og ég er farinn að hlakka mikið til að fara heim.

laugardagur, júní 14, 2008

Var að skila, ásamt hópnum mínum alltsvo verkefni í áfanganum Landskabsplanlægning Theme Course: Svo er það prófið lýðveldisdaginn, ég er mjög kvíðinn! En ég fer í gegn um þetta, enda búin að leggja mikið á mig síðustu mánuði.

Ég er yfirlýstur stuðningsmaður Hollands, vildi bara koma því að. Endilag segið mér hvert er ykkar lið, alltsvo í comment’i.

P.s Alltaf gaman að fá Comment, endilaga verið dugleg að comment’a.

laugardagur, júní 07, 2008

Það eru 33°, alltsvo mikill hiti hér í Dragör. Sit á spjalli með Helgu, Per og þeirra vinafólki..... og mér líður eins og ég sé á spáni. Er semsakt í fríi frá skólanum í dag og ætla að njóta þess.

föstudagur, júní 06, 2008

Lítið að frétta... annað en að það er mjög mikið að gera í skólanum. Var að kynna verkefnið ásamt hópnum mínum... eða allt svo hluta af honum. Kynningin gekk vel. Ég er ekki lengur stressaður fyrir prófið, vegna þess að kennarar voru ánægðir með verkefnið. Öðru í annað... þar til að ég fer heim ætla ég að vera hjá Helgu systir. Sem er mjög gott, alltaf jólin hjá Helgu, Per, Sandra og Andri, það ríkir ákveðin hressleiki hér í Dragör.

föstudagur, maí 30, 2008

Er buid ad vera mjøg mikid ad gera i skolanum... Er i hopavinnu med 3 ødrum einstaklingum og tveir af teim eru alveg leidinleigir. Ekki hægt ad gera teim til geds. En nu er eg farin ut i godavedrid. Kemur skemmtilegra blogg von bradar.

föstudagur, maí 23, 2008

Ég fékk skemmtilegt email frá Sunnu Birnu vinkonu minni, sem býr núna með Ása á Lambeyrum ásamt dóttur þeirra. Þannig er mál með vexti að þau gáfu mér gimbur sem heitir Lóló og hún var að bera fyrir skömmu. Hér er mynd af Lóló ásamt öðru lambinu.

mánudagur, maí 19, 2008

Nokkrar myndir frá Berlín, aðeins brot af myndunum (myndir eru fengnar frá Lilju Filippusdóttir).

Skrítið mannvirki.

Útsýnis bátsferð (fór ekki í svoleis).

Skrýtið hús.



Hlynur á mynda og Jón að súpa.



Metro - Retro.



Þarna inn er skeitpark sem hefur að geyma strærsta half pipe í evrópu.


Sundlaug í miðri á.


Siggi léttur á sér.