þriðjudagur, júní 02, 2009

Var beðin um að vera stýrimaður á laugardaginn, skipstjórinn var búin að fá sér í aðra tána. Bátsferðin var virkilega skemmtileg. Gaman að sjá borgina á frá öðru sjónarhorni.

Nýhöfn.
Nýhöfn.


Kristjánshöfn, flottar íbúðir þar.

Kristjánshöfn kanall.

Það var farið vítt og breytt um Köben.

Kíktum á nýtt svæði, þar sem er verið að reyna að ná upp strandar stemmingu, gamalt iðnaðarsvæði.

Helga systir ásamt vinkonum sínum. Þær sigldu með okkur til að byrja með svo hoppuðu þær úr, í Nýhöfn og fengu sér í gogginn þar. Eftir það var aðeins kannað hvað báturinn kemst hratt :-).

Fór ásamt Brittu, Jón og Villa á frábæra tónleika með Dr. Spock. Við misstum okkur aðeins... fín útrás! Læt mynd fylgja sem Britta tók á símann minn. Villi, ég og Jón í góðum fíling.


sunnudagur, maí 31, 2009

Ljilja vinkona mín var að útskrifast frá Alnarp í Svíþjóð, orðin Landslagsarkítekt stalpan. Tilefni þess bauð hún í grill við Íslandsbryggju, megnið af fólkinu sem mætti voru gamlir Hvanneyringar og fylgi fiskar þeirra.

Arna Dögg og Lilja. Innilega til hamingju Lilja mín.

Vagn kærasti Lilji stóð sig vel á grillinu. Gaman að hitta kappann.


Er sólin farin? Strákarnir við grillið.

Vagn, Jón Rafnar og Lilja. Hefði verið betra að sjá framan í þau.

Stefán og Siggi.


Ragna, Britta og Eiríkur.

Í tilefni þess að Jón Rafnar var að skila lokaritgerð, buðu Stafán og Anna Rún í grill.
Deildartungu bræður, Fjölnir og Stefán.

Bræðurnir með ljúffenga borgara.

Fjölnir, Anna Rún og Jón.



Gott að vera búin að skila, Jón er frekar þreyttur þarna enda búin að vaka mikið dagana fyrir skil. Lára Huld og Þórdís voru hressar.


Dóttir Stafáns og Önnu, Ásdís Gréta hún er mjög skemmtileg, hún er með sér borð og stól til að borða við. Þau eiga líka yngri dóttir sem heitir Fryja Rakel.

Kíktí með Bjössa og Tóta á Manchester Utd v Barcelona FC, horfðum á leikinn á Bleisen, Bleisen er nokkurskonar Íslendingabar í Köben. Fyndið að sjá alla Liverpool búðingana í Barcelona búningum, einhver minnimáttarkennd í þeim þessa dagana.

Bjössi og Tóti.

þriðjudagur, maí 19, 2009

Nokkrar myndir frá Bo01, kíkti þangað í dag. Mjög kúl skipulag og arkítektúr.












Fór til Malmö með Stafáni, Bjössa og Bigga. Við vorum aðalega að skoða Bo01 (Bó núll einn), skipulag, græn svæði o.s.frv. Tvær myndir fylgja af stræti sem er milli bygginga í Bo01. Þar sem perspective "ruglingur" er notaður. Strætið er byggt upp þannig að við annan endan er það mun breiðara en við hinn endan, svo er beinar línur horn í horn. Ef endar eru jafn breiðir þá myndi augað skynja perspective'ið, vonandi skýrist þetta betur á myndunum.

Þessi mynd er tekin við endan sem er styttri, og þarna skynjar maður að strætið sé beint og mun styttra, ef miðað er við að það sé horft hinumegin frá.

Þetta sjónarhorn er við hinn endan, þann enda sem er breiðari. Nákvæmlega sama stræti, en þarna virðist strætið vera mun lengra. Þetta er svo flott!


kíkti í kaffi til Tóta í gær. Hann fylgdi mér úr hlaði á Kvekendinu. Mátti til með að sýna kallinn á græna old school hjólinu.

Tóti og Kvekendið.
Fór í Evróvision partý á síðasta laugardag, eins og 90 % Íslendinga. Nokkrar myndir fylgja, síminn minn var ekki hress og þar af leiðandi tók hann ekki góðar myndir.

Gestgjafar Hildur og Bjössi, Axel stendur þétt á bak við þau hjú.

Jón og Þórdís, Bjössi á kantinum. Þórdís vann partýið, hún var með 3 efstu sætin rétt!

Svava í góðum gír, það vantar reyndar Rakel á myndina, það hefur greinilega verið klóséttlag á þessum tímapunkti.

Arna Dögg í góðum fíling, lét sig hafa það að horfa á klóséttlagið.

fimmtudagur, maí 14, 2009

Biggi og Hlín buðu í kvöldverð á síðasta laugardag, ég var samferða Bjössa og Hildi, gott að hafa ferðafélgar enda langt til þeirra hjúa. Á leiðinni til þeirra hittum við Þór steinsmið sem var einnig á liðinni upp í sveit, Þór var mjög hress, gaman að hitta á hann. Myndir fylgja.

Back to the future, greinilega verið að viðra gamlan kolagaurinn. Mjög gaman að sjá svona gamla lest, ekki á hverjum degi.

Bjössi, Hildur og Ísak.

Sushi veisla! Maturinn var mjög góður.

Vinirnir Biggi og Þór, mjög hressir! Ég bara náði ekki mynda af Bigga ekki með bjór, já og hvítvín.



föstudagur, maí 08, 2009

Vinnu vikan er búin að vera mjög góð, verkefnið gengur, er búin að vera mikið í skólanum.....
..... á góða vini hér í Köben, á miðvikudaginn buðu þau Addi og Helga mér í grill svo var ég að enda við að koma úr matarboði hjá Tóta og kristínu. Það er bara ágætt að vera í hér þegar mikið er að gera og þegar ég hitti mikið af góðu fólki. Takk fyrir mig.


DR Byen Metro stopp, tók þessa á leiðnni heim frá Tóta og Kristínu.

þriðjudagur, maí 05, 2009

Hitti Helgi syss og Per á sunnudaginn, við fórum á Nyhavn, skoðuðum okkur um í Frederiksberg og svo skelltum við okkur á FCK leik í Parken. Mæli með því að fara á leik þar, skemmtileg stemming. Um kvöldið hitti ég Friðrik Már og Sonju, við kíktum á kaffihús á Nörreport. Friðrik var að dæma kynbóta hross um helgina, þess vegna var hann staddur hér.

Parken.

Per og Helga.

laugardagur, maí 02, 2009

Var rétt í þessu að koma heim úr skólanum, á leiðinni heim fórum við Jón og Þórdís á kaffihús, rétt hjá Frederiksberg center. Umhverfið þar er mjög flott, er reyndar búin að fjalla um það hér áður, en núna tók ég nokkrar myndir af því hverni lýsing er notuð þar. Annað merkilegt við þetta svæði eru dýrahljóðin sem er skotið út í umhverfið með hátölurum sem eru faldir í rjóðrinu.

Munstur notað í lýsingu til að ná sérstakri stemmingu. Græna ljósið er til þess að vísa hólreiða fólki veginn.

Tré lýst upp með geislum frá rauðum perum.

Vatns úði lýstur upp, fyrir aftan er veggur með innfelldu ljósi, svo lekur lítill foss yfir.

Upphækkað, lítið grænt svæðu.

Bjössi og Jón Rafnar kíktu á mig á föstudagskvöldið. Vorum að spila Wii, vorum aðalega í box leiknum. Mjög gaman, myndir fylgja. Takk fyrir gott kvöld félagar.
Kallarnir.

Jón að rota blokkumann með yfirvaraskegg.

Bjössinn með hægri krók í síðuna.


Knok out!

Alika (hudurinn á heimilinu) horfði á kræsingarna, eitthvað orðin leið á þurrfóðrinu.

Alika varð öll æst þegar við vorum að boxa!

Svo snappaði hún! Btw hún er 10 ára, ég hef ekki séð hana svona hressa áður.