laugardagur, júní 28, 2008

Kíkti á litlu folaldið snemma í kvöld, Brynjar Atli átti leið upp í sveit og við ákváðum að kíkja á hryssuna í leiðinni. Eftir það kíktum við á Guðbjörn, hann var hálf lúinn enda búin að vera í viku hestaferð. Myndir sem fylgja vöru teknar með símanum mínum, tek betri myndir seinna.

Litla folaldið svarta.

Folaldið í stóðinu.


Kettlingarnir sem læðan hans Guðbjörns átti fyrir skemmstu. Þeir fást gefins, ef þið hafið áhuga.

P.s. Hryssan á eftir að verða grá, eða svipuð á litin eins og afi sinn alltsvo Huginn frá Haga. Þannig að nú veit ég bara ekkert hvað ég á að skýra hana! Hjálp.

föstudagur, júní 27, 2008

Kom heim í gær, flugið var gott. Alltaf gott að hafa ferða félaga, Bjössinn sem er í sama námi og ég flaug með sömu vél. Gisti hjá Gunnari, Rakel og Ísari í nótt, alltaf gaman að vakna þar, Ísar var mjög hress í morgun og ég var mjög ánægður þegar ég vissi að hann væri í fríi frá leikskólanum, þannig að við höfðum nægan tíma í morgun til að leika okkur. Eftir hádegi kíkti ég og Jón í vinnuna til Ingvars, yfir kaffibolla var spjallað um Hornstranda ferð sem þér eru að skipuleggja, þeir vilja endilega að kallinn komi með, aldrei að vita nema að ég skelli mér. Er núna á leiðinni að skoða litlu hryssuna mína.
p.s. Er málið að fara á tónleikana á morgun?

miðvikudagur, júní 25, 2008

Heimferðin að verða að veruleika, lendi um kl 23:00 annað kvöld, alltsvo fimmtudaginn 26 júní. Hlakka mikið til að hitta alla. P.s. ef þið hafið tillögur um fallegt nafn á litla svarta hryssu þá endilega skrifið comment.

mánudagur, júní 23, 2008

Var að spila síðasta leikinn á tímabilinu, það gekk vel við unnum! Ég átti skot í slá í fyrri hálfleik og í stöng í seinni, hvað er það? Reyndar bjargaði á línu, það er nú eins og að skora. Langar að spila í sumar, er að spá í að endurnýja samninginn minn við ÍA, ekki veitir þeim af. Hvað finnst ykkur um það?