Hér koma skemmtilegar myndir frá Jólunum, heima hjá mömmu og pabba. Ísar Hólm að fá ís hjá ömmu sinni. Eins og sést á myndunum, finnst honum ís frekar góður!
miðvikudagur, janúar 23, 2008
Hestur vikunnar að þessu sinni er Glymur frá Innri-Skeljabrekku. Hann hefur meðal annars verið heimsmethafi með einkunnina 8,67 fyrir hæfileika aðeins 4 vetra gamall, sem er hæsti hæfileika dómur frá upphafi sem gefinn hefur verið fyrir fjögra vetra gamlan stóðhest. Hlakka til að sjá hann á LM 2008. Á myndunum er Glymur ásamt eigendum sínum þeim Finnsa, Lenu, Gunnari og Aggi Magg, sem er knapi hestsins.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)