fimmtudagur, desember 06, 2007

Lagið hans Hlyns er að gera allt vitlaust!

Fór í bíó með Jóni Rafnari, Hlyn og Þórdísi, við sáum myndina “We own the night” , ég get alveg mælt með henni. Mér er farið að finnast sumar myndir sem koma frá Hollyood vera farnar að líkjast Íslenskum myndum mikið, það er að segja svolítið hægar, djúpar, dökkar og maður er ekki mataður. Ég er reynda mjög fegin vegna þess að ég hef mikið álit á Íslenskri kvikmyndagerð bla bla bla.

Læt fylgja mynd af Hlyn. Myndin var tekin um síðustu helgi. Það er alveg eins og Hlynur sé að leika í Eurovision myndbandi. Við viljum Hlyn í Eurovision!


Um síðustu helgi skelltum við skólasystkinin okkur á Jólahlaðborð hjá skólanum. Það var mjög gaman, mikið dansað og hlegið. Eins og má sjá á myndunum er greinilegt að “álið sé málið” hjá græna skólanum okkar hehe.