laugardagur, október 06, 2007


Vikan liðin... mikið búið að vera gera í skólanum. Er búin að vera að greina tvö ólík íbúðarhverfi, Galgebakken og Høje Gladsaxe, mun svo halda fyrirlestur um greininguna ásamt hópnum mínum næstkomandi mánudag.

Vaknaði snemma í morgun og fór með Dýrleif í Ikea og verslaði mér rúm. Nú er ég formlega hættur að sofa á vindsæng með gati! Meðfylgjandi mynd er af mér í stól (sófa) sem ég ætti kannski að kaupa mér *LOL*.


P.s. Í dag var +15° og sól.

miðvikudagur, október 03, 2007


Medfylgjandi er mynd af Gudfinni fra Brekku.
Gudfinnur er stodhestur sem eg a hlut i. Matti til med ad monta mig. Hann er tveggja vetra og var i girdingu rett hja Vegamotum a Snæfellsnesi, tar sem kappinn for a 12 merar.
Litid ad fretta fra Køben. Er bara mikid ad læra, svo er tad bara borda, sofa og TV.

mánudagur, október 01, 2007


Hér er strákurinn í fyrstu vetvangsferðinn, í stígvelum og með bambus. Myndin er tekin í kirkjugarðinum Mariabjerg kirkegård.

Vetrardvölin er hafin! Meira segja er fyrsti mánuðurinn búinn og margt búið að gerast. Tíminn líður fljótt hér eins og heima á Íslandi. Skólinn gengur vel, allavega það sem komið er, annað gengur ekki eins vel.... og ég hefði varla komist af nema með góðra vina hjálp, en ekki nánar út í þá sálma. Núna leigi ég með tveimur vinkonum mínum á Nörrebro, þær eru mjög fínar en íbúðin er ekkert spes og umhverfið ekki heldur. En þetta er bara tímabundið... kannski verður heppnin með manni næst. Já svo er ég komin með símanúmer og það er +45 31 71 77 56 fyrir þá sem langar að hringja.

Myndin sem fylgir er af Richard sem kennir mér Contemporary Danish Landscape Architecture. Hann er alltaf í þá meina ég alltaf í appelsínugulum buxum. Hann er frá Skotlandi og er mjög fær gaur. Hitt fagið sem ég er í núna heitir Computer Visualization and Presentation, sem er kennt af Ian. Í blokk 2 ætla ég að velja tvennt af eftirfarandi fögum. Research Planning Samtidskunst og Byens landskab Urban Woodland Design and Management.