laugardagur, janúar 19, 2008

Er búin að vera að læra undir munnlegt próf í áfanganum Woodland design..... Hef vera að taka páfagaukinn á þetta, vona að það virki. Annars allt gott, veðrið gott, allir hressir og Áfram Ísland, djók. Set mynd af kíkí fuglinum hans Ísars, væri gott að hafa Kíkí til að hjálpa sér við lærdóminn! Læt eina mynd fylgja af eiganda Kíkí, honum Ísari Hólm.





Hér kemur sýnishorn af forsíðu sem ég gerði fyrir lokaverkefni í Woodland áfanganum. Dauði gaurinn var ekki með á forsíðunni, en ég leifi honum að fylgja með í þetta skiptið.


fimmtudagur, janúar 17, 2008

Íslenskir kirkjugarðar, verkefni sem við höfum verið að fást við síðastur daga. Tókum á það ráð að læra heima á Lobaerdy, það er ekki gott að vera endalaust upp í skóla, enda of mikið af dönum þar!. Verkefnið hefur gengið vel og ég held að niðurstaða verkefnis sé hvað kirkjugarðurinn í Grafarvogi Gufunes kirkjugarður er ekki sá best skipulagði!. Allaveg hér koma nokkrar myndir af hópnum. Takið eftir hvað Biggi er góður á “músinni”. Jamm hópurinn saman stendur af Belind, Bigga, Jóni og kallinn.
















Mér ljáðist að nefna, að nú bý ég ásamt tveimur vinum mínum á Lomberdy gade. Gatan er afkimi af Amagerbrogade, Amagerbrogad er Danmarks længste og største handelsgade. Góður staður, 13 mín ganga að Metro og 5A strætó handan við hornið. Mynd fylgir, þessir tveir vinir mínir eru par.

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Rakst á frétt á nýrri heima síðu frá Efri-Rauðalæk, þar sem Baldvin Ari býr ásamt fjölskyldu. Þar er verið að sína mynd af Sindra frá Vallanesi sem er undan Illingi frá Tóftum. Fylgja myndir af gæðingnum með, sæll eigum við eitthvað að ræða þetta? Vá hvað verður gaman á Landsmótinu á Hellu í sumar.




Ég og Jón Rafnar erum að gera verkefni úr bókinni The Architect of Death, í áfanganum Kirkegårdsforvaltning. Get sagt ykkur eitt, þetta verkefni er frekar niður drepandi. Við kallarnir fórum á Retro kaffi hús til þess að breyta um umhverfi, svo við myndum ekki ape shitta. Verkefnið klárast vonandi í kvöld og þá er bara eitt hóp verkefni eftir, sem er um Íslenska kirkjugarða og eitt próf. Þá er þessi önn á enda. Mynd fylgir, það er rosa fínt að vera á Retro eins og má sjá.


mánudagur, janúar 14, 2008

Vorum að klára verkefnið í Woodland design áfanganum. Gerðum verkefnið á átta dögum. Þurfum reyndar ekki að skila því fyrr en á miðvikudaginn, en við ákváðum að klára það af, vegna þess að önnur verkefni bíða og líka eitt próf. Mynd fylgir, Bella, Biggi og Sisse, hópurinn minn. Þessi hópur var ótrúlega góður.











Við Biggi gáfum okkur smá tíma til að líta upp úr verkefninu í Woodland design áfanganum. Við kíktum á A-vje Skólabarinn þar sem við fengum okkur smá bjór og ég fór í sleik, já sæll. Efri myndin er af Bigga.





Búið að vera mikið að gera í skólanum, þannig að ég hef lítið getað bloggað. Síðan ég kom hef ég farið 2 sinnum til Svíþjóð. Annars vegar að skoða kirkjugarða í áfanganum Kirkegårdsforvaltning - tradition og fornyelse i planlægning og drift, hinsvagar fór ég að skoða ungan skóg í Alnarp, þar sem er búið að hanna allskonar hluti, voru m.a. fengnir listamenn til þess að hanna frekar skrýtna hluti þar, já sæll. Þessi ferð var farin í áfanganum, Urban Woodland Design and Management.