Búið að vera mjög mikið að gera í skólanum. Vorum að kynna verkefnið okkar í gær föstudag. Við notuðum video tækni til að kynna verkefnið, þar af leiðandi var mikil vinna lögð í það. Til að mynda var hluti af hópnum að vinna í myndbandinu frá 8 að fimmtudags morgni og alveg fram að kynningu. Þegar ég fór að sofa í gær hafði ég vakað í hart nær 38 tíma. Myndirnar sem fylgja voru teknar þegar við vorum að gera verkefnið. Myndbandið kemur vonandi á bloggið í kvöld.
laugardagur, mars 08, 2008
Heyrði í Gústa um helgina, hann sagði mér skemmtilegar fréttir! Finnur (Eyri) var að járna stóðhestinn okkar hann Guðfinn. Finnur ætlaði bara að járna fram lappirnar, en Finnsi var að kjafta við Sigga á Vatni í símann og gleymdi sér e-ð við það og áður en hann vissi af var hann búin að járna þrjár lappir. Ég veit að Siggi á Vatni er mjög hress náungi og það er alveg hægt að gleyma sér þegar spjallað er við hann. En það sem er merkilegt er það að Guðfinnur er aðeins þriggja vetra og Finnsi járnaði hann með símann á öxlinni! Greinilegt að Guðfinnur er með mjög gott geðslag.
Ég frétti einnig að nokkrir bændur úr Dölunum hafi heimsótt Finnsa, þar sáu þeir til Guðfinns þar sem hann athafnaði sig í gerðinu. Þeir voru allir sammála um að yfirlínan væri sterk og í senn afslöppuð, höfuðburðurinn stöðugur svo og takturinn, fasmikill hestur þar á ferð og ekki skemmdi liturinn fyrir.
Finnur með hundinn Skugga að vitja hrossanna
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)