laugardagur, janúar 31, 2009

Fór í útreiðartúr í gær með Brynjari Atla við frábærar aðstæður. Binni var að temja Augabrún frá Nýjabæ og hann lánaði mér framtíðar gæðinginn Prímus. Verð að deila myndum með ykkur.
Myndin er tekin rétt fyrir utan Akranes. Skarðsheiðin í bakgrunn, (Hafnarfjall, Heiðarhorn, Skessuhorn o.s.frv.) Brynjar situr hestinn Augabrún.

Binni og Augabrúnn.

Jæja nú ætla ég að vera duglegur að blogga, sérstaklega út af því að nú er komið að vetrardvöl númer tvö í Kaupmannahöfn. Ætla í því tilefni að láta mynd af honum Ísari frænda fylgja færslunni. Myndin var tekin fyrir jól, eins og þið sjáið tóks mér að kanna honum magnum svipinn. Ísar var ekki lengi að ná svipnum.
Ísar Hólm