þriðjudagur, maí 19, 2009

Nokkrar myndir frá Bo01, kíkti þangað í dag. Mjög kúl skipulag og arkítektúr.
Fór til Malmö með Stafáni, Bjössa og Bigga. Við vorum aðalega að skoða Bo01 (Bó núll einn), skipulag, græn svæði o.s.frv. Tvær myndir fylgja af stræti sem er milli bygginga í Bo01. Þar sem perspective "ruglingur" er notaður. Strætið er byggt upp þannig að við annan endan er það mun breiðara en við hinn endan, svo er beinar línur horn í horn. Ef endar eru jafn breiðir þá myndi augað skynja perspective'ið, vonandi skýrist þetta betur á myndunum.

Þessi mynd er tekin við endan sem er styttri, og þarna skynjar maður að strætið sé beint og mun styttra, ef miðað er við að það sé horft hinumegin frá.

Þetta sjónarhorn er við hinn endan, þann enda sem er breiðari. Nákvæmlega sama stræti, en þarna virðist strætið vera mun lengra. Þetta er svo flott!


kíkti í kaffi til Tóta í gær. Hann fylgdi mér úr hlaði á Kvekendinu. Mátti til með að sýna kallinn á græna old school hjólinu.

Tóti og Kvekendið.
Fór í Evróvision partý á síðasta laugardag, eins og 90 % Íslendinga. Nokkrar myndir fylgja, síminn minn var ekki hress og þar af leiðandi tók hann ekki góðar myndir.

Gestgjafar Hildur og Bjössi, Axel stendur þétt á bak við þau hjú.

Jón og Þórdís, Bjössi á kantinum. Þórdís vann partýið, hún var með 3 efstu sætin rétt!

Svava í góðum gír, það vantar reyndar Rakel á myndina, það hefur greinilega verið klóséttlag á þessum tímapunkti.

Arna Dögg í góðum fíling, lét sig hafa það að horfa á klóséttlagið.