Gunnar og Ísar kíktu á Skagann snemma á sunnudag, við kallarnir fórum síðan upp í sveit til Guðbjörns í kaffi, gaman að sjá Ísar leika við dýrin í sveitinni, honum fannst þau frekar spennandi. Í sömu ferð kíktum við einnig á litla folaldið. Ég fór síðan með þeim í bæinn, þar sem við komum nánast beint í EM partý, Rakel var búin að undirbúa ótrúlega flott hlaðborð, það var ekki leiðinlegt að horfa á leikinn meðan það var gert vel við mann með mat og drykk.
Síðustu daga er ég búin að vera í bænum hjá Gunnar og Rakel, og haft það gott, leikið mikið við Ísar snilling.
P.s. Það er komið nafn á litlu hryssuna, hún á að heita Gola og er frá Bakka.
fimmtudagur, júlí 03, 2008
sunnudagur, júní 29, 2008
Bauðst að fara með að sækja hross í Skagafjörðin í gærmorgun. Ákvað að skella mér enda góður félagsskapur þar á ferð. Alltaf gaman að ferðast um landið sitt, sérstaklega þegar maður er í hesta stússi. Eftir ferðina grilluðum við Guðbjörn hrefnu kjöt, það kom mér mikið á óvart hvað það er gott, mæli með því. Eftir mat fór ég svo í meira hesta stúss, kíkti með Brynjari á Hvanneyri, vá langt síðan að ég hef komið þangað! Brynjar var að láta sóna tvær merar og vitið menn þær voru báðar filfullar, greinilegt að Aðall frá Nýjabæ klikkar ekki. Svo þið skiljið hvað ég er að tala um þá hélt Brynjar merunum sínum undir Aðal. Læt mynd fylgja úr Skagafirðinum, takið eftir snjónum í fjöllunum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)