sunnudagur, júní 29, 2008

Bauðst að fara með að sækja hross í Skagafjörðin í gærmorgun. Ákvað að skella mér enda góður félagsskapur þar á ferð. Alltaf gaman að ferðast um landið sitt, sérstaklega þegar maður er í hesta stússi. Eftir ferðina grilluðum við Guðbjörn hrefnu kjöt, það kom mér mikið á óvart hvað það er gott, mæli með því. Eftir mat fór ég svo í meira hesta stúss, kíkti með Brynjari á Hvanneyri, vá langt síðan að ég hef komið þangað! Brynjar var að láta sóna tvær merar og vitið menn þær voru báðar filfullar, greinilegt að Aðall frá Nýjabæ klikkar ekki. Svo þið skiljið hvað ég er að tala um þá hélt Brynjar merunum sínum undir Aðal. Læt mynd fylgja úr Skagafirðinum, takið eftir snjónum í fjöllunum.

Skagafjörður 28 júníEngin ummæli: