Kíkti á litlu folaldið snemma í kvöld, Brynjar Atli átti leið upp í sveit og við ákváðum að kíkja á hryssuna í leiðinni. Eftir það kíktum við á Guðbjörn, hann var hálf lúinn enda búin að vera í viku hestaferð. Myndir sem fylgja vöru teknar með símanum mínum, tek betri myndir seinna.
Kettlingarnir sem læðan hans Guðbjörns átti fyrir skemmstu. Þeir fást gefins, ef þið hafið áhuga.
P.s. Hryssan á eftir að verða grá, eða svipuð á litin eins og afi sinn alltsvo Huginn frá Haga. Þannig að nú veit ég bara ekkert hvað ég á að skýra hana! Hjálp.
1 ummæli:
Nú ef hún gránar er þá ekki bara að nefna hana Gránu ;-)
Anna og Anton
Skrifa ummæli