laugardagur, júní 28, 2008

Kíkti á litlu folaldið snemma í kvöld, Brynjar Atli átti leið upp í sveit og við ákváðum að kíkja á hryssuna í leiðinni. Eftir það kíktum við á Guðbjörn, hann var hálf lúinn enda búin að vera í viku hestaferð. Myndir sem fylgja vöru teknar með símanum mínum, tek betri myndir seinna.

Litla folaldið svarta.

Folaldið í stóðinu.


Kettlingarnir sem læðan hans Guðbjörns átti fyrir skemmstu. Þeir fást gefins, ef þið hafið áhuga.

P.s. Hryssan á eftir að verða grá, eða svipuð á litin eins og afi sinn alltsvo Huginn frá Haga. Þannig að nú veit ég bara ekkert hvað ég á að skýra hana! Hjálp.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú ef hún gránar er þá ekki bara að nefna hana Gránu ;-)
Anna og Anton