föstudagur, júní 27, 2008

Kom heim í gær, flugið var gott. Alltaf gott að hafa ferða félaga, Bjössinn sem er í sama námi og ég flaug með sömu vél. Gisti hjá Gunnari, Rakel og Ísari í nótt, alltaf gaman að vakna þar, Ísar var mjög hress í morgun og ég var mjög ánægður þegar ég vissi að hann væri í fríi frá leikskólanum, þannig að við höfðum nægan tíma í morgun til að leika okkur. Eftir hádegi kíkti ég og Jón í vinnuna til Ingvars, yfir kaffibolla var spjallað um Hornstranda ferð sem þér eru að skipuleggja, þeir vilja endilega að kallinn komi með, aldrei að vita nema að ég skelli mér. Er núna á leiðinni að skoða litlu hryssuna mína.
p.s. Er málið að fara á tónleikana á morgun?

1 ummæli:

Rósa sagði...

Já - allir á náttúrutónleikana (ein sem vinnur í álveri)