laugardagur, október 18, 2008

Britta vann getraun vikunnar. Síðan gefur henni vegleg verðlaun, fyrir góðan árangur. Svarið við spurningunni er að knapinn er ekki í vinstra ístaðinu. Knapinn á myndinni er Aggi Magg, hann ríður Glym frá Innri Skeljabrekku, mér sýnist þetta vera Fiskilækjar töltið. Þetta er nú ekki vanalegt að sjá hjá svona góðum knapa. Aggi er einn af okkar bestu knöpum og er þetta óvenjulegt fyrir hann.
Annars var ég að koma frá Dragör, Helga og Per buðu mér í mat. Það eru alltaf jólin hjá þeim, þau eru alveg ótrúleg. Gott að eiga góða að!
Sá sem er fyrstur að sjá eitthvað athugavert við þessa mynd, fær verðlaun frá síðunni.


Langar að taka það fram flestar myndir á síðunni eru teknar á símann minn. Þannig að gæðin eru kannski ekki alveg nógu góð.

föstudagur, október 17, 2008

Frekar merkileg mynd. Jón Páll, Búri og Fjölnir.
The Icelandic tattoo corp.

Félagarnir Sindir og Jón Rafnar.

Veronika vinkona, Jón Rafnar, Helga Syss og Per.


Um síðustu, allt svo helgi hafði Jón Rafnar félagi samband. Hann var á leið á húðflúr session í Malmö og bauð mér með, strákurinn skellti sér með að sjálfsögðu. Rétt áður en ég lagði af stað ákvað Helga syss og Per að kíkja með. Það var vægast sagt gaman! Mikið af alls konar fólki, með mikið húðfúr. Mér fannst sérstaklega gaman af því að sjá hvað fólk í þessu fagi er ótrúlegir listamenn. Nokkrar myndir fylgja.

fimmtudagur, október 16, 2008

Það er kannski ekki mikið að frétta, búin að vera mikið hjá Helgu systir og Per, þau hafa verið að halda mér uppi síðustu daga. Hefur gengið erfiðlega að millifæra pening frá Íslandi, eins og allir vita. En kreppu tíminn minn hefur alls ekki verið leiðinlegur! Mér var t.d. boðið í bátsferð til Svíþjóðar, það var mjög gaman. Í fáum orðum... við fórum frá Dragör, undir Öresundsbrúnna og þaðan til Malmö, þar sem farið var á kaffihús. Fylgja nokkrar myndir frá ferðinni. Það eru fleyri myndir inn á Facebook.


Báturinn við bryggjuna í Malmö.

Bryggju hverfið í Malmö, turninn á myndinni er hæsta bygging í Skandinavíu.


Öresunds brúin.

Stin, Helga systir, Per, Sandra og Theis.



Strákurinn.



Strákurinn að stýra.