laugardagur, maí 02, 2009

Var rétt í þessu að koma heim úr skólanum, á leiðinni heim fórum við Jón og Þórdís á kaffihús, rétt hjá Frederiksberg center. Umhverfið þar er mjög flott, er reyndar búin að fjalla um það hér áður, en núna tók ég nokkrar myndir af því hverni lýsing er notuð þar. Annað merkilegt við þetta svæði eru dýrahljóðin sem er skotið út í umhverfið með hátölurum sem eru faldir í rjóðrinu.

Munstur notað í lýsingu til að ná sérstakri stemmingu. Græna ljósið er til þess að vísa hólreiða fólki veginn.

Tré lýst upp með geislum frá rauðum perum.

Vatns úði lýstur upp, fyrir aftan er veggur með innfelldu ljósi, svo lekur lítill foss yfir.

Upphækkað, lítið grænt svæðu.

Bjössi og Jón Rafnar kíktu á mig á föstudagskvöldið. Vorum að spila Wii, vorum aðalega í box leiknum. Mjög gaman, myndir fylgja. Takk fyrir gott kvöld félagar.
Kallarnir.

Jón að rota blokkumann með yfirvaraskegg.

Bjössinn með hægri krók í síðuna.


Knok out!

Alika (hudurinn á heimilinu) horfði á kræsingarna, eitthvað orðin leið á þurrfóðrinu.

Alika varð öll æst þegar við vorum að boxa!

Svo snappaði hún! Btw hún er 10 ára, ég hef ekki séð hana svona hressa áður.

Rakst á þennan gaur á fimmtudaginn. Flottur sá gamli.


miðvikudagur, apríl 29, 2009

Fór á fund með leiðbeinanda, ásamt Bigga í morgun. Fundurinn gekk vel, Bettina er ánægð með það sem komið er. Hún hvatti okkur til að vinna meira með módelið og kíkja á fleyri greinar sambandi við endurnýtingu gamalla iðnaðarhúsa. Meðfylgjandi er mynd sem ég tók í dag.

Komin lauf á þessi Eikar tré. Í dag 23° og logn.

þriðjudagur, apríl 28, 2009

Færslan hér fyrir neðan fjallaði um vettvangsferð um Ørestad City. Þetta fjölbýlishús stendur hérumbil á milli Fields og Bella center. Hönnuður er hin unga arkítektastofa B.I.G. (Bjarke Ingels). Þetta mannvirki fannst mér standa upp úr í ferðinni. Myndir og texti fylgir.


Samsett mynd af húsi.

Þessi hlið snýr í suður, allar íbúðir í húsinu hafa svalir í suður.

Undir húsi og norðanmegin er bílageymsla, góð nýting á skugga svæði eðs öllu heldur mjög góð nýting á suðurhlið.

Táknræn mynd. Þessi mynd er í bílageymslu. Forustu geit á toppi bílafjalls.

Mikið af björtum litum eru notaðir, aðalega í bílageymslu og hluta af húsi. Þarna má líka sjá stigagang, mjög bjart þrátt fyrir að gera hluti af bílageymslu.

Stigagangur gler og litir.

Tekið inn í bílageymslu, inngangur í íbúðir.

Hér er svo sannarlega komið sumar, gott veður dag eftir dag. Í ljósi þess var dagurinn í dag (28 apríl) nýttur í að skoða nýtt hverfi í Kaupmannahöfn, skoða skipulag, grænsvæði, arkítektúr o.s.frv. Aðalega til að fá innblástu fyrir lokaverkefni okkar Bigga, nú erum við semsagt að sigla inní hönnunar hluta verkefnis. Síðustu vikur hafa farið í greiningar vinnu, heimildaröflun og lestur. Sá hluti verkefnis var sendur til leiðbeinanda í gær, eigum svo fund með henni í fyrramálið. Myndir og texti fylgja. Tók myndir á símann minn og skeytti nokkrum saman í Photoshop. Loftmynd af svæðinu (Ørestad).

Stórt og mikið grænt svæði milli hárra bygginga. Mér leið eins og ég væri staddur einn milli tveggja fjalla, frekar einmannalegt.

Nokkur skemmtileg leiktæki eru á svæðinu.

Pínu hæðamismunur.

Skemmtilegt og flott leiktæki.