Var rétt í þessu að koma heim úr skólanum, á leiðinni heim fórum við Jón og Þórdís á kaffihús, rétt hjá Frederiksberg center. Umhverfið þar er mjög flott, er reyndar búin að fjalla um það hér áður, en núna tók ég nokkrar myndir af því hverni lýsing er notuð þar. Annað merkilegt við þetta svæði eru dýrahljóðin sem er skotið út í umhverfið með hátölurum sem eru faldir í rjóðrinu.
Munstur notað í lýsingu til að ná sérstakri stemmingu. Græna ljósið er til þess að vísa hólreiða fólki veginn.
laugardagur, maí 02, 2009
Bjössi og Jón Rafnar kíktu á mig á föstudagskvöldið. Vorum að spila Wii, vorum aðalega í box leiknum. Mjög gaman, myndir fylgja. Takk fyrir gott kvöld félagar.
miðvikudagur, apríl 29, 2009
þriðjudagur, apríl 28, 2009
Færslan hér fyrir neðan fjallaði um vettvangsferð um Ørestad City. Þetta fjölbýlishús stendur hérumbil á milli Fields og Bella center. Hönnuður er hin unga arkítektastofa B.I.G. (Bjarke Ingels). Þetta mannvirki fannst mér standa upp úr í ferðinni. Myndir og texti fylgir.
Hér er svo sannarlega komið sumar, gott veður dag eftir dag. Í ljósi þess var dagurinn í dag (28 apríl) nýttur í að skoða nýtt hverfi í Kaupmannahöfn, skoða skipulag, grænsvæði, arkítektúr o.s.frv. Aðalega til að fá innblástu fyrir lokaverkefni okkar Bigga, nú erum við semsagt að sigla inní hönnunar hluta verkefnis. Síðustu vikur hafa farið í greiningar vinnu, heimildaröflun og lestur. Sá hluti verkefnis var sendur til leiðbeinanda í gær, eigum svo fund með henni í fyrramálið. Myndir og texti fylgja. Tók myndir á símann minn og skeytti nokkrum saman í Photoshop. Loftmynd af svæðinu (Ørestad).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)