þriðjudagur, júní 02, 2009

Var beðin um að vera stýrimaður á laugardaginn, skipstjórinn var búin að fá sér í aðra tána. Bátsferðin var virkilega skemmtileg. Gaman að sjá borgina á frá öðru sjónarhorni.

Nýhöfn.
Nýhöfn.


Kristjánshöfn, flottar íbúðir þar.

Kristjánshöfn kanall.

Það var farið vítt og breytt um Köben.

Kíktum á nýtt svæði, þar sem er verið að reyna að ná upp strandar stemmingu, gamalt iðnaðarsvæði.

Helga systir ásamt vinkonum sínum. Þær sigldu með okkur til að byrja með svo hoppuðu þær úr, í Nýhöfn og fengu sér í gogginn þar. Eftir það var aðeins kannað hvað báturinn kemst hratt :-).

Fór ásamt Brittu, Jón og Villa á frábæra tónleika með Dr. Spock. Við misstum okkur aðeins... fín útrás! Læt mynd fylgja sem Britta tók á símann minn. Villi, ég og Jón í góðum fíling.


sunnudagur, maí 31, 2009

Ljilja vinkona mín var að útskrifast frá Alnarp í Svíþjóð, orðin Landslagsarkítekt stalpan. Tilefni þess bauð hún í grill við Íslandsbryggju, megnið af fólkinu sem mætti voru gamlir Hvanneyringar og fylgi fiskar þeirra.

Arna Dögg og Lilja. Innilega til hamingju Lilja mín.

Vagn kærasti Lilji stóð sig vel á grillinu. Gaman að hitta kappann.


Er sólin farin? Strákarnir við grillið.

Vagn, Jón Rafnar og Lilja. Hefði verið betra að sjá framan í þau.

Stefán og Siggi.


Ragna, Britta og Eiríkur.

Í tilefni þess að Jón Rafnar var að skila lokaritgerð, buðu Stafán og Anna Rún í grill.
Deildartungu bræður, Fjölnir og Stefán.

Bræðurnir með ljúffenga borgara.

Fjölnir, Anna Rún og Jón.Gott að vera búin að skila, Jón er frekar þreyttur þarna enda búin að vaka mikið dagana fyrir skil. Lára Huld og Þórdís voru hressar.


Dóttir Stafáns og Önnu, Ásdís Gréta hún er mjög skemmtileg, hún er með sér borð og stól til að borða við. Þau eiga líka yngri dóttir sem heitir Fryja Rakel.

Kíktí með Bjössa og Tóta á Manchester Utd v Barcelona FC, horfðum á leikinn á Bleisen, Bleisen er nokkurskonar Íslendingabar í Köben. Fyndið að sjá alla Liverpool búðingana í Barcelona búningum, einhver minnimáttarkennd í þeim þessa dagana.

Bjössi og Tóti.