laugardagur, október 25, 2008

Var að skila loka verkefni ásamt hópnum mínum í áfanganum Digital terrain modeling (Autocad Civil 3d). Eigum reyndar eftir að kynna verkefnið, það verður gert á þriðjudaginn. Ég er ánægður með verkefnið, lenti líka í góðum hóp í þetta skiptið, sem betur fer. Ætla að setja verkefnið inn á síðuna í næstu viku. Annars er lítið annað að frétta, annað en að skólinn gengur. Sakna aðeins að vera ekki í rafmagnsleysinu og öllum snjónum fyrir vestan.
Ég og Helga syss skárum út grasker í vikunni, aðeins að taka þátt í hrekkjarvökunni. Myndir fylgja af graskerinu.


Fékk smá leið á lærdómnum, þannig að ég fór bara að Photo'shoppa.