þriðjudagur, október 30, 2007

Nokkrar myndir frá ferðinni sem ég, Jón Smári og Palli fórum. 5 daga ferð sem byrjaði í Kaldalóni við Ísafjarðardjúp, þaðan upp á Drangajökul sem var gist. Niður jökul í Reykjafjörð, þar sem heita sundlaugin beið eftir okkur. Frá Reykjafirði fórum við yfir í Jökulfirði og alveg inn í Grunnuvík í gegn um Leirufjörð. Þaðan með bát til Bolungarvíkur, svo með bíl til Súðavíkur og þar aftur með bát til Palla gamla í Bæjum sem skutlaði okkur síðan til Kaldalóns þar sem hringferð okkar endaði. (Farið var mjög fljótt yfir sögu, fólk nennir ekki að lesa langt blogg).










Jón Smári vinur minn var að senda mér mynd frá ferðinni í sumar, þegar við fórum norður á strandir.
Mæli með Facebook.

http://www.facebook.com

mánudagur, október 29, 2007






















Helgin var fín lærði mikið! En gaf mér tíma til að kíkja á Avejen (Skólabarinn) með Hlyn þar hittum við tvær stelpur úr bekknum og þær voru búnar að skera út grasker (Helloween) og kerið var í för með þeim. Á heimleiðinni kíkti við við (ha ha við við) á Joline þar sem Aldís var bróður sínum Magna, frænku og frænda Ingibjörgu og Ómari. Ég og Hlynur hittum þau einnig á laugardagskvöldinu en í það skiptið á Apparat. Meðfylgjandi hressar myndir. Fyndið ég gleymdi að taka mynd af aðalstjörnunni honum Magna.










Nú erum við Arnar búnir að skila af okkur lokaverkefni í áfanganum Computer Visualization and presentation. Verkefnið okkar heitir Visualize a square at Agriculture University of Iceland. Meðfylgjandi er hluti úr verkefni okkar, myndband og nokkrar myndir.
.











Ég og Hlynur kíktum til Svíþjóðar til að kanna hvaða kúrsar eru í boði þar. Ferðin gekk vel, starfsmenn skólans voru mjög vingjarnlegir og veittu okkur allar þær upplýsingar sem við þurftum. Hlynur fyrrverandi nemandi og Valdi núverandi nemandi fóru með mig í kynnisferð um allt svæði í Alnarp University. Alnarp er sveita skóli svipaður og Hvanneyri, nema bara aðeins stærri og allt var alveg ótrúlega huggulegt. Eftir langan og strangan kynnistúr fórum við svo strákarnir til Malmö þar sem Valdi býr ásamt kærustu, henni Guðrúnu Bjarna. (Koma myndir von bráðar).



Mér bauðst að fara á tónleika með Muse í Forum höllinni, sem er reyndar í sömu götu og deildin mín í skólanum. en það er annað mál. Þannig var mál með vexti að Tóti vinur minn ákvað að vera frekar heima hjá stráknum sínum frekar en að fara á tónlega og hann bauð mér að fara með konu sinni Kristínu, einnig voru þau Arnar og Helga með í fór. Meðfylgjandi eru myndir frá tónleikunum.
Kíkti á Louisiana Museum safnið með Brynju vinkonu minni. Það sem var í boði voru t.d. pælingar og verk efitr arkítektinn Cecil Balmond, mjög athyglisvert, fékk mér einmitt bók með honum, mjög gaman af hans pælingum, Þarf smá tíma með bókina svo ég skilji hann betur. Lucian Freud listmálarinn sem málar raunverulegt fólk í raunverulegum aðstæðum, já og hann skýrir myndirnar sínar mjóg venjulegum nöfnum. Einnig var almenn sýning á Islam list eitthvað history teingt var ekki alveg að meika það. Listamaðurinn sem hefur rauðvín í æðum sér Tal R var með nokkrar afar skrýtnar myndir á safninu. Það sem gerði mest fyrir mig á sýningunni voru myndir eftir Richard Avedon. Richard lést árið 2004 og skildi eftir sig afar vandað og gott safn af frábærum myndum, mæli eindregið með hans sýningu. Meðfylgjandi er slóð á Louisiana Museum for Moderne Kunst - http://www.louisiana.dk/

Hefur verið mikið að gera hjá mér..... Þannig að lítið um blogg. Hér fylgir mynd frá því í þar síðustu vika, þegar ég var að vinna við að leggja Artificial Grass á fótboltavöll. Rosa gaman að fá að hreyfa sig í vinnu, góð tilbreyting og ekki skemmdi fyrir hversu gríðalega hressir náungar voru að vinna þar.