mánudagur, október 29, 2007

Kíkti á Louisiana Museum safnið með Brynju vinkonu minni. Það sem var í boði voru t.d. pælingar og verk efitr arkítektinn Cecil Balmond, mjög athyglisvert, fékk mér einmitt bók með honum, mjög gaman af hans pælingum, Þarf smá tíma með bókina svo ég skilji hann betur. Lucian Freud listmálarinn sem málar raunverulegt fólk í raunverulegum aðstæðum, já og hann skýrir myndirnar sínar mjóg venjulegum nöfnum. Einnig var almenn sýning á Islam list eitthvað history teingt var ekki alveg að meika það. Listamaðurinn sem hefur rauðvín í æðum sér Tal R var með nokkrar afar skrýtnar myndir á safninu. Það sem gerði mest fyrir mig á sýningunni voru myndir eftir Richard Avedon. Richard lést árið 2004 og skildi eftir sig afar vandað og gott safn af frábærum myndum, mæli eindregið með hans sýningu. Meðfylgjandi er slóð á Louisiana Museum for Moderne Kunst - http://www.louisiana.dk/

Engin ummæli: