þriðjudagur, október 30, 2007

Nokkrar myndir frá ferðinni sem ég, Jón Smári og Palli fórum. 5 daga ferð sem byrjaði í Kaldalóni við Ísafjarðardjúp, þaðan upp á Drangajökul sem var gist. Niður jökul í Reykjafjörð, þar sem heita sundlaugin beið eftir okkur. Frá Reykjafirði fórum við yfir í Jökulfirði og alveg inn í Grunnuvík í gegn um Leirufjörð. Þaðan með bát til Bolungarvíkur, svo með bíl til Súðavíkur og þar aftur með bát til Palla gamla í Bæjum sem skutlaði okkur síðan til Kaldalóns þar sem hringferð okkar endaði. (Farið var mjög fljótt yfir sögu, fólk nennir ekki að lesa langt blogg).









Engin ummæli: