mánudagur, október 29, 2007Ég og Hlynur kíktum til Svíþjóðar til að kanna hvaða kúrsar eru í boði þar. Ferðin gekk vel, starfsmenn skólans voru mjög vingjarnlegir og veittu okkur allar þær upplýsingar sem við þurftum. Hlynur fyrrverandi nemandi og Valdi núverandi nemandi fóru með mig í kynnisferð um allt svæði í Alnarp University. Alnarp er sveita skóli svipaður og Hvanneyri, nema bara aðeins stærri og allt var alveg ótrúlega huggulegt. Eftir langan og strangan kynnistúr fórum við svo strákarnir til Malmö þar sem Valdi býr ásamt kærustu, henni Guðrúnu Bjarna. (Koma myndir von bráðar).

Engin ummæli: