Gústi og Guðbjörn drifu mig eld snemma á fætur á laugardaginn, í þeim tilgangi að vera komnir snemma á Eyri í Svínadal til að hjálpa þeim Finnsa og Jóni að einangra og klæða vélargeymsluna. Frekar gaman að fá að hreyfa sig í vinnu í vægast sagt góðum félagsskap. Þeir félagar voru ólmir í að fá að leggja mér línurnar í því hverni ég ætti að haga mér í kvannamálum í Kaupmannahöfn. Þetta lýsir því hverni stemmingin var á Eyri, mjög skemmtileg. Myndir fylgja.
mánudagur, nóvember 05, 2007
Eftir síðasta skóladag í blokk eitt dreif ég mig út á flugvöll og flaug heim. Ég var samferða Dýrleif og Lindu, gaman að fljúga með þeim. Tilgangurinn með Íslandsför var að hitta vini og vandamenn, einnig til að vesenast út af skólanum o.s.frv. Jón Smári sótti mig á völlinn og keyrði mig til Reykjavíkur þar sem ég gisti heima hjá Gunnari, Rakel og Ísari. Ísar var greinilega spenntur að fá frændann heim, vegna þess að hann vakti mig fyrir allar aldir, það var alger snilld. Við Ísar kíktum á kaffi hús seinna um daginn, ásamt Ömmu hans og afa, það fólk kannast ég aðeins við, semsagt mamma og pabbi. Ísar mátti ekkert vera að því að tala við okkur, vegna þess að það var svo mikið að gera hjá honum í símanum. Meðfylgjandi eru myndir af Ísari tala í símann sinn og einnig að senda sms.
Fyrsta stutta önn endaði síðasta fimmtudag, með kynningu á lokaverkefni í áfanganum Contemporary Danish Landscape Architecture. Lokaverkefnið vann ég með þeim Arnari Birgi og Kristian, verkefnið okkar gekk út á að greina Nørrebro Parken og gera líkan af svæðinu . Kynning á verkefninu gekk ágætlega, en líkanið sló í gegn, líkanið var neflega skúffukaka og kakan var bökuð eftir aldagamalli uppskrift frá Húnavatnssýslu. Helga hans Arnas fylgdi okkur í gegn um uppsrkiftina, reyndar bakaði hún gaurinn. Meðfylgjandi eru myndir frá því þegar krakkarnir úr bekknum eru að gæða sér á kökkunni (líkaninu).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)