mánudagur, nóvember 05, 2007




Eftir síðasta skóladag í blokk eitt dreif ég mig út á flugvöll og flaug heim. Ég var samferða Dýrleif og Lindu, gaman að fljúga með þeim. Tilgangurinn með Íslandsför var að hitta vini og vandamenn, einnig til að vesenast út af skólanum o.s.frv. Jón Smári sótti mig á völlinn og keyrði mig til Reykjavíkur þar sem ég gisti heima hjá Gunnari, Rakel og Ísari. Ísar var greinilega spenntur að fá frændann heim, vegna þess að hann vakti mig fyrir allar aldir, það var alger snilld. Við Ísar kíktum á kaffi hús seinna um daginn, ásamt Ömmu hans og afa, það fólk kannast ég aðeins við, semsagt mamma og pabbi. Ísar mátti ekkert vera að því að tala við okkur, vegna þess að það var svo mikið að gera hjá honum í símanum. Meðfylgjandi eru myndir af Ísari tala í símann sinn og einnig að senda sms.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Verð nú að segja hvað Ísar er rosalega myndarlegur og gáfaður strákur !!!!