miðvikudagur, desember 24, 2008

Síðasta laugardag gerðum við Jón Smári og Bjarki okkur dagamun og skelltum okkur í Hrunalaug. Hrunalaug er nokkurskonar villibað en samt aðeins manngert. Neðri laugin er að hlutatil steypt og það er yfirbyggt skjól þar, sem nýtist til þess að skipta um föt. Í gegnum skjólið rennur heitt vatn, sem hitar aðeins rýmið. Efri laugin er grafinn inn í hlíðina og er hlaðin úr grágrýti. Báðar laugarnar eru frekar litlar.
Með þessum fallegu myndum vil ég óska ykkur hamingju yfir jólin. Myndasmiður Jón Smári.

Efri laug.

Neðri laug, ofan til hægri megin er efri laug.


Neðri laug og skólið. Þessi mynd var tekin á 30 sek, eftir 15 sek færðum við okkur þannig að það eru tveir Bjarkar og Siggar.Á leiðinni í baðið.