föstudagur, desember 21, 2007


Gunnar, Rakel og Ísar Hólm buðu fjölskyldum sínum í egg púns/jóla peysu partý í gær. Má til með að láta nokkrar myndir flakka með.Hér koma myndir af Alvari frá Nýjabæ. Ég hélt meri undir hann Alvar í sumar og á þar af leiðandi von á folaldi næsta sumar. Það er ákveðin hressleiki í honum það er ekki hægt að segja annað.


miðvikudagur, desember 19, 2007

Kom til Íslands aðfaranótt sunnudags, Gunnar bróðir sótti mig á flgvöllinn. Var hjá Gunnari, Rakel og Ísari í 2 daga, svo er ég búin að vera upp á Skaga. Er að reyna að læra, það gengur en ekki meira en það. Jón Smári kíkti í heimsókn á Skagan, kallarnir lærðu aðeins.