laugardagur, september 27, 2008

Takk fyrir commentid Frikki... Var med heimsokn akkurat tegar tu komst, Remy var hja mer. Vid gerum e-d skemmtilegt tegar tu kemur næst. Annars verd eg a Islandi nov og des, kiki potttett a tig. Alltaf gaman ad koma ad Holum. Frikki og Sonja a Holum. Skellti einni mynd inn fyrir ta lesendur sem vita ekki hver Frikki er. Fridrik er ad kenna i Holaskola og Sonja er i sama skola og eg, og er ad læra dyrlæge.
P.s. Væri gaman fyrir lesendur ad vita hvada hross er a myndinni.
P.s.s. Skrifadi tetta blogg i skolanum, tannig ad tad vantar Islenska stafi.

föstudagur, september 26, 2008

"Merki um velgengni koma og fara. Góð einkunn í gamla daga er fjarlæg minning. Glingrið sem þú keyptir í gær fer til Góða hirðisins á næsta ári. Hvað finnst þér?" Ha ha ég rakst á þess stjórnuspá á mbl.is. "Góð einkunn í gamla daga er fjarlæg minning". Þessi setning á vel við daginn í dag, þó svo ég taki ekki mark á stjórnuspám. Allavega ég var í pófi í dag, þar sem var notast við Auto cad civil 3d. Mér gekk mjög illa, í byrjun lenti ég í vandræðum og var mjög stressaður, þar af leiðandi búinn að missa dýrmætan tíma. Gat síðan klórað mig út úr þessu en samt náði ég ekki að klára prófið. En þetta kemur í ljós, nenni ekki að stressa mig! Þarf lítið að læra fram á mánudag, þannig að ég ætla bara að njóta þess að vera ekki að læra :-).

fimmtudagur, september 25, 2008

Hestur vikunnar er skörungshryssan, sem keppir í B-flokki Kjarnorka frá Kálfholti. Þessi hryssa hefur heldur betur verið að blómstra í sumar með knapa sínum Sigurði Sigurðarsyni. Sigga til enn meiri ánægju er hún fædd þeim hjónum og hefur ávallt verið í þeirra eigu. Sigríður Þórðardóttir, kona Sigga, fékk að halda móður Kjarnorku á sínum tíma og valdi Kveik frá Miðsitju til verksins. Kveikur er nýfallinn gæðingur sem flestir þekkja. Móðir Kjarnorku er 1. Verðlauna hryssan Orka frá Kálfholti. Siggi tamdi Kjarnorku og segir hana ekki hafa verið mjög áberandi í fyrstu, hún hafi látið lítið yfir sér og var einstaklega auðtamin og geðgóð. Hún var sýnd í 1. Verðlaun 5 vetra gömul og er núna orðin 7 vetra.

Knapinn Sigurði Sigurðarsyni og Kjarnorka frá Kálfholti.

miðvikudagur, september 24, 2008

Tilkynning, Helga systir og Per eru að fara að gifta sig þann 20 des næstkomandi. Per fór á skeljarnar þegar Helga átti afmæli fyrir viku síðan. Annar er lítið að frétta af mér er bara að læra fyrir próf sem er á föstudaginn. Bið að heilsa í bili.

Per og Helga á bryggjunni í Dragör.

Per, Helga og Andri að grilla í góða veðrinu.

þriðjudagur, september 23, 2008

Skilaði verkefni í gær, verkefnið snerist um að hanna wadi í landslag. Eða gera lægð í landslag svo að vatn geti safnast þar saman og þar af leiðandi farið niður í grunnvatnið, gera ráðstafanir ef skildi rigna mikið á stuttum tíma. Verkefnið átti að vinna í Auto cad civil 3d, einnig þurfti að reikna út hvað wadi'ið getur tekið á móti miklu vatni. Frekar strembið verkefni en samt mjög gaman, enda er maður ekki í slæmum félagsskap í skólanum. Á föstudag er svo próf, við þurfum að leisa verkefni í civil 3d. Nú er bara að æfa sig vel fyrir það.