föstudagur, september 26, 2008

"Merki um velgengni koma og fara. Góð einkunn í gamla daga er fjarlæg minning. Glingrið sem þú keyptir í gær fer til Góða hirðisins á næsta ári. Hvað finnst þér?" Ha ha ég rakst á þess stjórnuspá á mbl.is. "Góð einkunn í gamla daga er fjarlæg minning". Þessi setning á vel við daginn í dag, þó svo ég taki ekki mark á stjórnuspám. Allavega ég var í pófi í dag, þar sem var notast við Auto cad civil 3d. Mér gekk mjög illa, í byrjun lenti ég í vandræðum og var mjög stressaður, þar af leiðandi búinn að missa dýrmætan tíma. Gat síðan klórað mig út úr þessu en samt náði ég ekki að klára prófið. En þetta kemur í ljós, nenni ekki að stressa mig! Þarf lítið að læra fram á mánudag, þannig að ég ætla bara að njóta þess að vera ekki að læra :-).

Engin ummæli: