fimmtudagur, september 25, 2008

Hestur vikunnar er skörungshryssan, sem keppir í B-flokki Kjarnorka frá Kálfholti. Þessi hryssa hefur heldur betur verið að blómstra í sumar með knapa sínum Sigurði Sigurðarsyni. Sigga til enn meiri ánægju er hún fædd þeim hjónum og hefur ávallt verið í þeirra eigu. Sigríður Þórðardóttir, kona Sigga, fékk að halda móður Kjarnorku á sínum tíma og valdi Kveik frá Miðsitju til verksins. Kveikur er nýfallinn gæðingur sem flestir þekkja. Móðir Kjarnorku er 1. Verðlauna hryssan Orka frá Kálfholti. Siggi tamdi Kjarnorku og segir hana ekki hafa verið mjög áberandi í fyrstu, hún hafi látið lítið yfir sér og var einstaklega auðtamin og geðgóð. Hún var sýnd í 1. Verðlaun 5 vetra gömul og er núna orðin 7 vetra.

Knapinn Sigurði Sigurðarsyni og Kjarnorka frá Kálfholti.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blesóttur....

Gott hross sem er hestur vikunnar. Hvernig er annars lífið í Köben KVL...Það hefði verið gaman að hitta á þig þegar ég var úti um daginn... en ég kem nú fljótlega aftur. Það er Laufskálarétt um helgina og Víðidalstungurétt um aðra helgi. maður er nú búinn að bralla ýmislegt á þessum böllum og skemmtunum... t.d. baða vaninn hans Geirmundar og svoleiðs.... góðar stundir.