föstudagur, maí 23, 2008

Ég fékk skemmtilegt email frá Sunnu Birnu vinkonu minni, sem býr núna með Ása á Lambeyrum ásamt dóttur þeirra. Þannig er mál með vexti að þau gáfu mér gimbur sem heitir Lóló og hún var að bera fyrir skömmu. Hér er mynd af Lóló ásamt öðru lambinu.

mánudagur, maí 19, 2008

Nokkrar myndir frá Berlín, aðeins brot af myndunum (myndir eru fengnar frá Lilju Filippusdóttir).

Skrítið mannvirki.

Útsýnis bátsferð (fór ekki í svoleis).

Skrýtið hús.Hlynur á mynda og Jón að súpa.Metro - Retro.Þarna inn er skeitpark sem hefur að geyma strærsta half pipe í evrópu.


Sundlaug í miðri á.


Siggi léttur á sér.

sunnudagur, maí 18, 2008

Kom frá Berlín í gærkvöldi (17 maí), ferðin var mjög athygglisverð! Gistum austan megin við gamla vegginn, ég mæli með því. Gaman að sjá hverni hlutirnir eru að þróast þar. Það er ótrúlega mikið hægt að skoða í Berlín. Ætla að setja inn myndir frá ferðinni fljótlega.