miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Var í vettfangsferð í dag, fórum til Dyrehaven. Dyrehaven er skógur rétt fyrir utan Kaupmannahöfn, flestir kannast við Bakken (skemmtigarður), Bakken er í Dyrehaven skóginum. Við vorum að skoða mismunandi svæði og stúdera hver munur svæðanna er. Okkur var svo skipt upp í hópa til að greina svæðin. Það var frekar kalt í dag, eða það fannst allaveg flestum, ég þurfti meira að segja að fara úr peysunni til að lána stelpu hana sem var orðin frekar köld. Það eru krakkar frá nánast öllum þjóðum í bekknum mínum, þar á meðal eru nokkrir blökkumenn, frá nokkrum löndum og þau lönd eru frekar heit. Þar af leiðandi var dagurinn frekar kaldur fyrir þá! Það er alveg merkilegt hvað blökkumaðurinn er seigur að redda sér í “villtri” náttúrunni. Þeir gerðu sér lítið fyrir og kveiktu í gömlum greinum og fengu þetta fína bál. Þannig að þeim var minnsta kosti ekki kalt í matartímanum. Veit hvað þig eruð að hugsa! Nei við lánuðum þeim kveikjara.

Læt fylgja mynd af vinunum við eldin ásamt fleyri myndum.











þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Þrátt fyrir að ég reyni að hafa mikið að gera í frístundum þá geri maður nú lítið annað en að læra, held að það sé bara ekki skemmtilegt að vera mikið að blogga um það. Sérstaklega ekki á þessari blok, hún er frekar erfið og nett leiðinleg. Eftir skóla og smá lærdóm í dag kíkti ég rétt sem snöggvast til Helgu systir og co, eftir það kíkti ég á Adda og Helgu, fékk að fara á netið þar til að blogga. En hér koma myndir frá kirkjugarða ferð sem ég var í í dag og mynd af borgarlandslagi.





Helgin var fín, leiddist reyndar á laugardaginn, en það stóð ekki lengi yfir, því Gummi Vals félagi minn af Skaganum hringdi og við ákváðum að kíkja e-ð út að borða. Þegar setið var við snæðing sá ég allt í einu Helgu systir og vinkonu hennar ganga fram hjá. Ég náttúrulega hljóp út og fékk þær til að kíkja inn. Óvænt og skemmtilegt. Þegar lítið er ákveðið er oftast skemmtilegt. Svo seinna um kvöldið urðum við viðskilja við þær og þá hittum við mömmu Gumma, systur og frænkur. Sunnudagurinn var rólegur og um kvöldið hitti ég þær systur Öldu og Brynju. Meðfylgjandi myndir af Gumma svo Helga og vinkona hennar.



Síðastliðin föstudag var Sif að verja masters ritgerð sína, ritgerðin fjallaði um kirkjugarðinn í Vestmannaeyjum. Ótrúlega fín ritgerð enda fekk hún góða einkunn. Grímur maðurinn hennar kom og stóð við bakið á henni, það var gaman að hitta hann loksins var ekki búin að hitta hann lengi. Hér fylgja myndir frá vörninni, svo buðu þau upp á veitingar í lokinn.