þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Helgin var fín, leiddist reyndar á laugardaginn, en það stóð ekki lengi yfir, því Gummi Vals félagi minn af Skaganum hringdi og við ákváðum að kíkja e-ð út að borða. Þegar setið var við snæðing sá ég allt í einu Helgu systir og vinkonu hennar ganga fram hjá. Ég náttúrulega hljóp út og fékk þær til að kíkja inn. Óvænt og skemmtilegt. Þegar lítið er ákveðið er oftast skemmtilegt. Svo seinna um kvöldið urðum við viðskilja við þær og þá hittum við mömmu Gumma, systur og frænkur. Sunnudagurinn var rólegur og um kvöldið hitti ég þær systur Öldu og Brynju. Meðfylgjandi myndir af Gumma svo Helga og vinkona hennar.Engin ummæli: