laugardagur, mars 01, 2008
Gunnar Bróðir kíkti til Köben um daginn. Ég og Kristján fórum út á flugvöll og sóttum kappann, strax eftir það var farið út að borða á matsölustaðinn Bankro, góður matur þar. Gunnar kom á þeim tíma sem ég var svikinn um íbúðina, þar af leiðandi gat ég ekki boðið honum gistingu, þannig að það var gist hjá Helgu systir. Sem var mjög gaman langt síðan að við höfum öll hist.
föstudagur, febrúar 29, 2008
Aðall varð í 3. sæti í flokki 5 vetra stóðhesta á landsmótinu 2004. Hann varð 1. sæti í flokki stóðhesta 6 vetra og eldri á fjórðungsmótinu á Kaldármelum 2005. Afkvæmin lofa mjög góðu, þau virðast erfa gott geðslag og fallegar hreyfingar. Á unghrossasýningu í Reiðhöllinni á Blönduósi 2006, stóð efstur í flokki 3 vetra ungfola Aðalssonur og vakti lukku.
Ég var heppinn að kynnast Ollu í Nýjabæ, hún er góð og afar dugleg kona. Hef hjálpað henni lítisháttar en það er annað mál. Ástæðan fyrir því að ég nefni hana er sú að hestur vikunnar er í hennar eign, hann Aðall frá Nýjabæ. Vonandi tekur Aðall þátt í fimm gangi á LM, að öllum líkindum er hann eftir að standa sig vel þar.
Ég var heppinn að kynnast Ollu í Nýjabæ, hún er góð og afar dugleg kona. Hef hjálpað henni lítisháttar en það er annað mál. Ástæðan fyrir því að ég nefni hana er sú að hestur vikunnar er í hennar eign, hann Aðall frá Nýjabæ. Vonandi tekur Aðall þátt í fimm gangi á LM, að öllum líkindum er hann eftir að standa sig vel þar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)