Aðall varð í 3. sæti í flokki 5 vetra stóðhesta á landsmótinu 2004. Hann varð 1. sæti í flokki stóðhesta 6 vetra og eldri á fjórðungsmótinu á Kaldármelum 2005. Afkvæmin lofa mjög góðu, þau virðast erfa gott geðslag og fallegar hreyfingar. Á unghrossasýningu í Reiðhöllinni á Blönduósi 2006, stóð efstur í flokki 3 vetra ungfola Aðalssonur og vakti lukku.
Ég var heppinn að kynnast Ollu í Nýjabæ, hún er góð og afar dugleg kona. Hef hjálpað henni lítisháttar en það er annað mál. Ástæðan fyrir því að ég nefni hana er sú að hestur vikunnar er í hennar eign, hann Aðall frá Nýjabæ. Vonandi tekur Aðall þátt í fimm gangi á LM, að öllum líkindum er hann eftir að standa sig vel þar.
Ég var heppinn að kynnast Ollu í Nýjabæ, hún er góð og afar dugleg kona. Hef hjálpað henni lítisháttar en það er annað mál. Ástæðan fyrir því að ég nefni hana er sú að hestur vikunnar er í hennar eign, hann Aðall frá Nýjabæ. Vonandi tekur Aðall þátt í fimm gangi á LM, að öllum líkindum er hann eftir að standa sig vel þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli