laugardagur, nóvember 24, 2007

Hér koma nokkrar myndir frá fundinum okkar úr stóðhesta félaginu Glymson Group. Ásamt myndum af gæðingnum Guðfinni og einnig ein mynd af meri sem Finnur er að temja fyrir Steina Kidda á. Glymson group er eignarhaldsfélag og var stofnað til að kaupa Stóðhestinn Guðfinn frá Brekku. Guðfinnur er 2 vetra efnilegur gæðingur. Fundurinn var haldin heima hjá Guðbirni. Þeir sem mættu voru Gústi Dala, Finnur tamningaprins, Gunni Hlíðdal og Agnar Magg, þeir eru allir félagar í Glymson Group. Aðrir gestir sem koma voru Gunnar Bróðir, Jón á Eyri, Birna á Stað, Krummi úr Borgó og Húleó frá Háfastöðum.



































Ísland vs Danmörk á Parken. Fór á Parken til að horfa í leikinn, fyrsta sinn sem ég fér á landsleik, það var mjög gaman. Íslendingar eru alltaf hressir! Á vellinum var seldur létt öl í staðin fyrir bjór, danir teysta greinilega ekki Íslendingunum.

















Var mjög mikið að gera fyrstu skóla vikuna í blok 2. Kynnast nýjum fögum, nýjum kennurum, nýjum nemendum o.s.frv. Bjarki kom í heimsókn til mín á fimmtudaginn við brölluðum mikið saman, gott að geta hrist af sér mesta skólastressið. Á föstudeginum var farið til Arhus, meðal annars í þeim tilgangi að heimsækja Öldu. Brynja systir Öldu kom með okkur. Belinda og Anna ákváðu að slást í för og nota tækifærið og skoða þann frábæra stað sem Arhus er. Það var margt brallað í Arhus, til að mynda var gamli bærinn skoðaður og náttúrulega miðbær í Arhus, farið var á kaffi hús, ölkeldu hús, matsölustaði, keylu, niður á bryggju o.s.frv. Nokkrar myndir fylgja með.






Loksins myndir frá Íslandsför. Dvölin var mjög skemmtileg, hitti marga og hafði það mjög gott. Var aðalega upp á skaga hjá mömmu og pabba, svo var ég líka mikið hjá Gunnari, Rakel og Ísari. Fórum til að mynda á Mugison tónleika, ásamt Arndísi vinkonu og Bigga bróðir hennar Rakelar. Kvöldið áður en ég fór aftur til Köben buðu Ingvar og Ágústa mér í Sússí. Ingvar er ein besti sússígerðamaður sem ég veit um, þvílíka veislan. Þau buðu einnig Gunna, Rakel og Ísari, svo var Jón Smári heiðusgestur. Fluguð til Köben var mjög gott, hitti Belindu bekkja systur á flugvellinum og ekki eiðilegðði það förina.
Á myndunum er Gunnar, Rakel og Mamma (Siggi Maja).