Var mjög mikið að gera fyrstu skóla vikuna í blok 2. Kynnast nýjum fögum, nýjum kennurum, nýjum nemendum o.s.frv. Bjarki kom í heimsókn til mín á fimmtudaginn við brölluðum mikið saman, gott að geta hrist af sér mesta skólastressið. Á föstudeginum var farið til Arhus, meðal annars í þeim tilgangi að heimsækja Öldu. Brynja systir Öldu kom með okkur. Belinda og Anna ákváðu að slást í för og nota tækifærið og skoða þann frábæra stað sem Arhus er. Það var margt brallað í Arhus, til að mynda var gamli bærinn skoðaður og náttúrulega miðbær í Arhus, farið var á kaffi hús, ölkeldu hús, matsölustaði, keylu, niður á bryggju o.s.frv. Nokkrar myndir fylgja með.
1 ummæli:
langaði bara að þakka fyrir frábæra dvöl í köben, þú skilar svo kveðju til d og l, gleymdi alveg að þakka fyrir mig áður en ég fór. en þá að máli málanna, hvor lave jer litle skole arbejdsdrengen nå til iceland ?
Skrifa ummæli