laugardagur, nóvember 24, 2007

Hér koma nokkrar myndir frá fundinum okkar úr stóðhesta félaginu Glymson Group. Ásamt myndum af gæðingnum Guðfinni og einnig ein mynd af meri sem Finnur er að temja fyrir Steina Kidda á. Glymson group er eignarhaldsfélag og var stofnað til að kaupa Stóðhestinn Guðfinn frá Brekku. Guðfinnur er 2 vetra efnilegur gæðingur. Fundurinn var haldin heima hjá Guðbirni. Þeir sem mættu voru Gústi Dala, Finnur tamningaprins, Gunni Hlíðdal og Agnar Magg, þeir eru allir félagar í Glymson Group. Aðrir gestir sem koma voru Gunnar Bróðir, Jón á Eyri, Birna á Stað, Krummi úr Borgó og Húleó frá Háfastöðum.



































2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sæll vinur minn, vona að allt sé gott að frétta af þér og skólinn sé að ganga vel. Leiðinlegt að mar skuli ekki hafa hitt á þig síðast þegar ég var á Íslandi, en ég kom heim í 2 daga um daginn. En auðvitað allt brjálað að gera hjá manni þegar mar stoppar stutt. ...allavega gamana að sjá að þú ert loks kominn í út í skólann.

sigurdur sagði...

Sæll viðar og takk fyrir skilaboðin... Við hittumst svo á Íslandi yfir hátíðarnar.