laugardagur, september 20, 2008

Ætla að birta fleyri myndir frá skóla lífinu á næstunni. Hér koma tvær skemmtilegar til að byrja með.Addi, Stafán, Bóbó og Biggi.


Var ekki alveg að ná öllu þennan dag, svimi.

Nokkrar myndir frá því um síðustu helgi. Remy Lena kíkti á strákinn til Köben, við gerðum mikið skemmtilegt, þessi helgi var alveg frábær. Maðal þess sem við gerðum var að skoða þann undur fallega bæ Drageyri. Helga og Per tóku á mótu okkur eins og við værum konungsborin, sem og við erum. Við gerðum margt skemmtilegt með þeim og þeirra vinum.

Miðbærinn í Dragör.


Remy sæta

Perrrr, diggalaias and digaluas.


Börný
Skólinn er í fullum gangi. Nú er ég í áfanganum Terrain and Technology in Landscape Architecture, þar sem er í aðal atriðum verið að kenna á Auto cad civil 3d. Verkefnið sem ég er að fást við núna, er að setja W.A.D.I. í landslag (hæðalínur). Wadi er í rauninni lægð sem er gerð í landslagið, lægðin safnar síðan saman vatni sem kemur að ofan (storm water). Þetta er í rauninni svona sustainable system. Vatnið þarf að berist í grunnvatnið án þess að mengast alvarlega. Með því að búa til wadi er maður í raunni að bera vatnið óhindrað niður í grunnvatnið, í gegn um jarðvegin. Til þess þarf vatnið að safnast saman í einu wadi (lægð í landslagi) eða fleyrum.
Hollendingar fóru fyrst að vinna með þetta wadi, beinlínis út af loftslagsbreytingum í heiminum. Mikið af borgum hafa farið gjörsamlega á flot á síðustu árum. Ein stærsta ástæðan er sú að yfirborð borga er að mestu leiti hús, malbik, steypa, hellur o.s.frv. Þar af leiðandi þarf að gera áætlanir um að storm water berist aftur í grunnvatnið óhindrað.
Til þess að búa til þrívíddar teikningu af þessu þarf maður að fara í gegn um mikinn prósess í forritinu civil 3d, sem er í rauninni frekar erftitt, en þetta er ótrúlega gaman.

miðvikudagur, september 17, 2008

Ekki gefast upp a blogginu minu.... Tannig er mal med vexti, ad eg er ekki nettengdur tar sem eg by og eg gef mer aldrei tima i ad blogga, tegar eg er i skolanum... En tad er verid ad vinna bætur a tvi, allt svo netinu. Helgin var frabær, Remy var hja mer og vid gerdum margt skemmtilegt... vorum medal annars mikid a teim goda stad Dragør.... Nuna er bilad ad gera i skolanum, en samt mjøg gaman. Meira blogg og myndir fra helginni, innan skamms.

P.s. Til Lykke med fødelsdagrn Helga, Din lille bro.