Skólinn er í fullum gangi. Nú er ég í áfanganum Terrain and Technology in Landscape Architecture, þar sem er í aðal atriðum verið að kenna á Auto cad civil 3d. Verkefnið sem ég er að fást við núna, er að setja W.A.D.I. í landslag (hæðalínur). Wadi er í rauninni lægð sem er gerð í landslagið, lægðin safnar síðan saman vatni sem kemur að ofan (storm water). Þetta er í rauninni svona sustainable system. Vatnið þarf að berist í grunnvatnið án þess að mengast alvarlega. Með því að búa til wadi er maður í raunni að bera vatnið óhindrað niður í grunnvatnið, í gegn um jarðvegin. Til þess þarf vatnið að safnast saman í einu wadi (lægð í landslagi) eða fleyrum.
Hollendingar fóru fyrst að vinna með þetta wadi, beinlínis út af loftslagsbreytingum í heiminum. Mikið af borgum hafa farið gjörsamlega á flot á síðustu árum. Ein stærsta ástæðan er sú að yfirborð borga er að mestu leiti hús, malbik, steypa, hellur o.s.frv. Þar af leiðandi þarf að gera áætlanir um að storm water berist aftur í grunnvatnið óhindrað.
Til þess að búa til þrívíddar teikningu af þessu þarf maður að fara í gegn um mikinn prósess í forritinu civil 3d, sem er í rauninni frekar erftitt, en þetta er ótrúlega gaman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli