þriðjudagur, september 23, 2008

Skilaði verkefni í gær, verkefnið snerist um að hanna wadi í landslag. Eða gera lægð í landslag svo að vatn geti safnast þar saman og þar af leiðandi farið niður í grunnvatnið, gera ráðstafanir ef skildi rigna mikið á stuttum tíma. Verkefnið átti að vinna í Auto cad civil 3d, einnig þurfti að reikna út hvað wadi'ið getur tekið á móti miklu vatni. Frekar strembið verkefni en samt mjög gaman, enda er maður ekki í slæmum félagsskap í skólanum. Á föstudag er svo próf, við þurfum að leisa verkefni í civil 3d. Nú er bara að æfa sig vel fyrir það.

Engin ummæli: