þriðjudagur, apríl 28, 2009

Hér er svo sannarlega komið sumar, gott veður dag eftir dag. Í ljósi þess var dagurinn í dag (28 apríl) nýttur í að skoða nýtt hverfi í Kaupmannahöfn, skoða skipulag, grænsvæði, arkítektúr o.s.frv. Aðalega til að fá innblástu fyrir lokaverkefni okkar Bigga, nú erum við semsagt að sigla inní hönnunar hluta verkefnis. Síðustu vikur hafa farið í greiningar vinnu, heimildaröflun og lestur. Sá hluti verkefnis var sendur til leiðbeinanda í gær, eigum svo fund með henni í fyrramálið. Myndir og texti fylgja. Tók myndir á símann minn og skeytti nokkrum saman í Photoshop. Loftmynd af svæðinu (Ørestad).

Stórt og mikið grænt svæði milli hárra bygginga. Mér leið eins og ég væri staddur einn milli tveggja fjalla, frekar einmannalegt.

Nokkur skemmtileg leiktæki eru á svæðinu.

Pínu hæðamismunur.

Skemmtilegt og flott leiktæki.

Engin ummæli: