fimmtudagur, júlí 03, 2008

Gunnar og Ísar kíktu á Skagann snemma á sunnudag, við kallarnir fórum síðan upp í sveit til Guðbjörns í kaffi, gaman að sjá Ísar leika við dýrin í sveitinni, honum fannst þau frekar spennandi. Í sömu ferð kíktum við einnig á litla folaldið. Ég fór síðan með þeim í bæinn, þar sem við komum nánast beint í EM partý, Rakel var búin að undirbúa ótrúlega flott hlaðborð, það var ekki leiðinlegt að horfa á leikinn meðan það var gert vel við mann með mat og drykk.
Síðustu daga er ég búin að vera í bænum hjá Gunnar og Rakel, og haft það gott, leikið mikið við Ísar snilling.

P.s. Það er komið nafn á litlu hryssuna, hún á að heita Gola og er frá Bakka.

Engin ummæli: