þriðjudagur, maí 19, 2009

Fór til Malmö með Stafáni, Bjössa og Bigga. Við vorum aðalega að skoða Bo01 (Bó núll einn), skipulag, græn svæði o.s.frv. Tvær myndir fylgja af stræti sem er milli bygginga í Bo01. Þar sem perspective "ruglingur" er notaður. Strætið er byggt upp þannig að við annan endan er það mun breiðara en við hinn endan, svo er beinar línur horn í horn. Ef endar eru jafn breiðir þá myndi augað skynja perspective'ið, vonandi skýrist þetta betur á myndunum.

Þessi mynd er tekin við endan sem er styttri, og þarna skynjar maður að strætið sé beint og mun styttra, ef miðað er við að það sé horft hinumegin frá.

Þetta sjónarhorn er við hinn endan, þann enda sem er breiðari. Nákvæmlega sama stræti, en þarna virðist strætið vera mun lengra. Þetta er svo flott!


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Held að ég sé orðin of þreytt í ritgerðasmíð, skil ekkert í þessu en í næ því að þetta er flott!!! kv R

sigurdur sagði...

Ja haha gat ekki útskýrt tetta nógu vel. En innilega til hamingju med ad vera búin ad skila ritgerdinni!

Nafnlaus sagði...

Gunnar er búinn að útskýra þetta fyrir mér...;) Svona getur maður verið mikil gufa