Vetrardvölin er hafin! Meira segja er fyrsti mánuðurinn búinn og margt búið að gerast. Tíminn líður fljótt hér eins og heima á Íslandi. Skólinn gengur vel, allavega það sem komið er, annað gengur ekki eins vel.... og ég hefði varla komist af nema með góðra vina hjálp, en ekki nánar út í þá sálma. Núna leigi ég með tveimur vinkonum mínum á Nörrebro, þær eru mjög fínar en íbúðin er ekkert spes og umhverfið ekki heldur. En þetta er bara tímabundið... kannski verður heppnin með manni næst. Já svo er ég komin með símanúmer og það er +45 31 71 77 56 fyrir þá sem langar að hringja.
Myndin sem fylgir er af Richard sem kennir mér Contemporary Danish Landscape Architecture. Hann er alltaf í þá meina ég alltaf í appelsínugulum buxum. Hann er frá Skotlandi og er mjög fær gaur. Hitt fagið sem ég er í núna heitir Computer Visualization and Presentation, sem er kennt af Ian. Í blokk 2 ætla ég að velja tvennt af eftirfarandi fögum. Research Planning Samtidskunst og Byens landskab Urban Woodland Design and Management.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli