miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Var í vettfangsferð í dag, fórum til Dyrehaven. Dyrehaven er skógur rétt fyrir utan Kaupmannahöfn, flestir kannast við Bakken (skemmtigarður), Bakken er í Dyrehaven skóginum. Við vorum að skoða mismunandi svæði og stúdera hver munur svæðanna er. Okkur var svo skipt upp í hópa til að greina svæðin. Það var frekar kalt í dag, eða það fannst allaveg flestum, ég þurfti meira að segja að fara úr peysunni til að lána stelpu hana sem var orðin frekar köld. Það eru krakkar frá nánast öllum þjóðum í bekknum mínum, þar á meðal eru nokkrir blökkumenn, frá nokkrum löndum og þau lönd eru frekar heit. Þar af leiðandi var dagurinn frekar kaldur fyrir þá! Það er alveg merkilegt hvað blökkumaðurinn er seigur að redda sér í “villtri” náttúrunni. Þeir gerðu sér lítið fyrir og kveiktu í gömlum greinum og fengu þetta fína bál. Þannig að þeim var minnsta kosti ekki kalt í matartímanum. Veit hvað þig eruð að hugsa! Nei við lánuðum þeim kveikjara.

Læt fylgja mynd af vinunum við eldin ásamt fleyri myndum.











1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haæ siggi bæ mamma