þriðjudagur, maí 06, 2008

Nú ætla ég að fara að spýta í lófana og byrja að blogga aftur. Málið er að ég hef verið í lélegu net sambandi og í veseni með að koma myndum úr símanum mínum. Það hefir mikið gerst síðan ég bloggaði síðast og ef ég ætlaði að blogga um það yrði það mjög langt blogg. Maðal annars hefur öll fjölskyldan mín komið og tveir af mínum vinum, það er alltaf gaman að fá heimsókn! Það er búið að vera mjög gott veður upp á síðakastið, svipað og það gerist best heima yfir há sumar. Annars er búið að vera mikið að gera í skólanum, var ásamt hópnum mínum að skila í dag, eigum svo að kynna á morgun. Í byrjun næstu viku fer ég með bekknum til Berlín og verð þar í nokkra daga. Reyni að blogga áður en ég fer og vona að ég komi nokkrum myndum á síðuna.

Engin ummæli: