laugardagur, maí 10, 2008

"Í nógu var að snúast hjá björgunarsveitum á Vestfjörðum í nótt að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Ófært var um Steingrímsfjarðarheiði og var hún lokuð í nótt en þrátt fyrir lokunina fóru nokkrir á heiðina og lentu í vandræðum vegna blindrar færðar og þurftu á aðstoð að halda." (bb.is 10 maí).

Sá þessa frétt á bb vefnum og varð að blogga um hvað er gott veður hér í Köben. Nú er ég á Íslandsbryggju í 30° í góðum vina hóp. Er í heimsókn hjá Adda, Heldu og Ástu litlu. Ég og Addi erum að reyna að vinna smá, en það er bara erfitt að einbeita sér í góða veðrinu.
Var í heimsókn hjá örðum góðum vinum í gær. Kristjan og Berglind buðu mér í mat, ásamt vinafólki sínu. maturinn var svaka góður, nauta kjöt með geita ost og sultu. Ég mæli með að fólk prufi það. Ætla setja myndir af góðviðrinu inn á eftir.

Engin ummæli: