Síðasta laugardag gerðum við Jón Smári og Bjarki okkur dagamun og skelltum okkur í Hrunalaug. Hrunalaug er nokkurskonar villibað en samt aðeins manngert. Neðri laugin er að hlutatil steypt og það er yfirbyggt skjól þar, sem nýtist til þess að skipta um föt. Í gegnum skjólið rennur heitt vatn, sem hitar aðeins rýmið. Efri laugin er grafinn inn í hlíðina og er hlaðin úr grágrýti. Báðar laugarnar eru frekar litlar.
Með þessum fallegu myndum vil ég óska ykkur hamingju yfir jólin. Myndasmiður Jón Smári.
3 ummæli:
Vá en flott.. :) Hvar er þetta á landinu..? aldrei séð þetta áður.. :) kíki kannski þangað eitthverntímann :):D
er þetta nokkuð svo fjölfarinn staður á sumrin meðal túrista?
kv. Hanna
Ja sæll! ég fer þangað í sumar og líka bara eins oft og hægt er!!
hafðu það gott í kveld siggi minn, hlakka til að sjá þig hér næst :)
kv. jón rafnar
Já sæll, Mig langar í bað. Siggi, ég heimta bað og bjór (eða kannski er landi gáfulegri).
Hlynurinn
Skrifa ummæli