þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Helgin var fín, leiddist reyndar á laugardaginn, en það stóð ekki lengi yfir, því Gummi Vals félagi minn af Skaganum hringdi og við ákváðum að kíkja e-ð út að borða. Þegar setið var við snæðing sá ég allt í einu Helgu systir og vinkonu hennar ganga fram hjá. Ég náttúrulega hljóp út og fékk þær til að kíkja inn. Óvænt og skemmtilegt. Þegar lítið er ákveðið er oftast skemmtilegt. Svo seinna um kvöldið urðum við viðskilja við þær og þá hittum við mömmu Gumma, systur og frænkur. Sunnudagurinn var rólegur og um kvöldið hitti ég þær systur Öldu og Brynju. Meðfylgjandi myndir af Gumma svo Helga og vinkona hennar.



Síðastliðin föstudag var Sif að verja masters ritgerð sína, ritgerðin fjallaði um kirkjugarðinn í Vestmannaeyjum. Ótrúlega fín ritgerð enda fekk hún góða einkunn. Grímur maðurinn hennar kom og stóð við bakið á henni, það var gaman að hitta hann loksins var ekki búin að hitta hann lengi. Hér fylgja myndir frá vörninni, svo buðu þau upp á veitingar í lokinn.


laugardagur, nóvember 24, 2007

Hér koma nokkrar myndir frá fundinum okkar úr stóðhesta félaginu Glymson Group. Ásamt myndum af gæðingnum Guðfinni og einnig ein mynd af meri sem Finnur er að temja fyrir Steina Kidda á. Glymson group er eignarhaldsfélag og var stofnað til að kaupa Stóðhestinn Guðfinn frá Brekku. Guðfinnur er 2 vetra efnilegur gæðingur. Fundurinn var haldin heima hjá Guðbirni. Þeir sem mættu voru Gústi Dala, Finnur tamningaprins, Gunni Hlíðdal og Agnar Magg, þeir eru allir félagar í Glymson Group. Aðrir gestir sem koma voru Gunnar Bróðir, Jón á Eyri, Birna á Stað, Krummi úr Borgó og Húleó frá Háfastöðum.



































Ísland vs Danmörk á Parken. Fór á Parken til að horfa í leikinn, fyrsta sinn sem ég fér á landsleik, það var mjög gaman. Íslendingar eru alltaf hressir! Á vellinum var seldur létt öl í staðin fyrir bjór, danir teysta greinilega ekki Íslendingunum.

















Var mjög mikið að gera fyrstu skóla vikuna í blok 2. Kynnast nýjum fögum, nýjum kennurum, nýjum nemendum o.s.frv. Bjarki kom í heimsókn til mín á fimmtudaginn við brölluðum mikið saman, gott að geta hrist af sér mesta skólastressið. Á föstudeginum var farið til Arhus, meðal annars í þeim tilgangi að heimsækja Öldu. Brynja systir Öldu kom með okkur. Belinda og Anna ákváðu að slást í för og nota tækifærið og skoða þann frábæra stað sem Arhus er. Það var margt brallað í Arhus, til að mynda var gamli bærinn skoðaður og náttúrulega miðbær í Arhus, farið var á kaffi hús, ölkeldu hús, matsölustaði, keylu, niður á bryggju o.s.frv. Nokkrar myndir fylgja með.






Loksins myndir frá Íslandsför. Dvölin var mjög skemmtileg, hitti marga og hafði það mjög gott. Var aðalega upp á skaga hjá mömmu og pabba, svo var ég líka mikið hjá Gunnari, Rakel og Ísari. Fórum til að mynda á Mugison tónleika, ásamt Arndísi vinkonu og Bigga bróðir hennar Rakelar. Kvöldið áður en ég fór aftur til Köben buðu Ingvar og Ágústa mér í Sússí. Ingvar er ein besti sússígerðamaður sem ég veit um, þvílíka veislan. Þau buðu einnig Gunna, Rakel og Ísari, svo var Jón Smári heiðusgestur. Fluguð til Köben var mjög gott, hitti Belindu bekkja systur á flugvellinum og ekki eiðilegðði það förina.
Á myndunum er Gunnar, Rakel og Mamma (Siggi Maja).

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Er komin aftur til Kaupmannahafnar og skolinn er hafinn. Dvølin a Islandi var mjøg fin og eg ætla ad setja inn myndir fra islands dvøl a morgun asamt texta. En nu er ny blok hafin i skolanum og eg er i tveimur aføngum. Annarsvegar i Kirkegårdsforvaltning - tradition og fornyelse i planlægning og drift, tetta er afangi sem er kenndur a dønsku. Hinnsvegar er eg i Urban Woodland Design and Management, tessi afangi er kenndur a ensku. Mer list nokkud vel a tessi føg, tetta verdur mikil vinna en lika skemmtilegt vonandi.

mánudagur, nóvember 05, 2007




Gústi og Guðbjörn drifu mig eld snemma á fætur á laugardaginn, í þeim tilgangi að vera komnir snemma á Eyri í Svínadal til að hjálpa þeim Finnsa og Jóni að einangra og klæða vélargeymsluna. Frekar gaman að fá að hreyfa sig í vinnu í vægast sagt góðum félagsskap. Þeir félagar voru ólmir í að fá að leggja mér línurnar í því hverni ég ætti að haga mér í kvannamálum í Kaupmannahöfn. Þetta lýsir því hverni stemmingin var á Eyri, mjög skemmtileg. Myndir fylgja.



Eftir síðasta skóladag í blokk eitt dreif ég mig út á flugvöll og flaug heim. Ég var samferða Dýrleif og Lindu, gaman að fljúga með þeim. Tilgangurinn með Íslandsför var að hitta vini og vandamenn, einnig til að vesenast út af skólanum o.s.frv. Jón Smári sótti mig á völlinn og keyrði mig til Reykjavíkur þar sem ég gisti heima hjá Gunnari, Rakel og Ísari. Ísar var greinilega spenntur að fá frændann heim, vegna þess að hann vakti mig fyrir allar aldir, það var alger snilld. Við Ísar kíktum á kaffi hús seinna um daginn, ásamt Ömmu hans og afa, það fólk kannast ég aðeins við, semsagt mamma og pabbi. Ísar mátti ekkert vera að því að tala við okkur, vegna þess að það var svo mikið að gera hjá honum í símanum. Meðfylgjandi eru myndir af Ísari tala í símann sinn og einnig að senda sms.



Fyrsta stutta önn endaði síðasta fimmtudag, með kynningu á lokaverkefni í áfanganum Contemporary Danish Landscape Architecture. Lokaverkefnið vann ég með þeim Arnari Birgi og Kristian, verkefnið okkar gekk út á að greina Nørrebro Parken og gera líkan af svæðinu . Kynning á verkefninu gekk ágætlega, en líkanið sló í gegn, líkanið var neflega skúffukaka og kakan var bökuð eftir aldagamalli uppskrift frá Húnavatnssýslu. Helga hans Arnas fylgdi okkur í gegn um uppsrkiftina, reyndar bakaði hún gaurinn. Meðfylgjandi eru myndir frá því þegar krakkarnir úr bekknum eru að gæða sér á kökkunni (líkaninu).

þriðjudagur, október 30, 2007

Nokkrar myndir frá ferðinni sem ég, Jón Smári og Palli fórum. 5 daga ferð sem byrjaði í Kaldalóni við Ísafjarðardjúp, þaðan upp á Drangajökul sem var gist. Niður jökul í Reykjafjörð, þar sem heita sundlaugin beið eftir okkur. Frá Reykjafirði fórum við yfir í Jökulfirði og alveg inn í Grunnuvík í gegn um Leirufjörð. Þaðan með bát til Bolungarvíkur, svo með bíl til Súðavíkur og þar aftur með bát til Palla gamla í Bæjum sem skutlaði okkur síðan til Kaldalóns þar sem hringferð okkar endaði. (Farið var mjög fljótt yfir sögu, fólk nennir ekki að lesa langt blogg).










Jón Smári vinur minn var að senda mér mynd frá ferðinni í sumar, þegar við fórum norður á strandir.
Mæli með Facebook.

http://www.facebook.com

mánudagur, október 29, 2007






















Helgin var fín lærði mikið! En gaf mér tíma til að kíkja á Avejen (Skólabarinn) með Hlyn þar hittum við tvær stelpur úr bekknum og þær voru búnar að skera út grasker (Helloween) og kerið var í för með þeim. Á heimleiðinni kíkti við við (ha ha við við) á Joline þar sem Aldís var bróður sínum Magna, frænku og frænda Ingibjörgu og Ómari. Ég og Hlynur hittum þau einnig á laugardagskvöldinu en í það skiptið á Apparat. Meðfylgjandi hressar myndir. Fyndið ég gleymdi að taka mynd af aðalstjörnunni honum Magna.










Nú erum við Arnar búnir að skila af okkur lokaverkefni í áfanganum Computer Visualization and presentation. Verkefnið okkar heitir Visualize a square at Agriculture University of Iceland. Meðfylgjandi er hluti úr verkefni okkar, myndband og nokkrar myndir.
.











Ég og Hlynur kíktum til Svíþjóðar til að kanna hvaða kúrsar eru í boði þar. Ferðin gekk vel, starfsmenn skólans voru mjög vingjarnlegir og veittu okkur allar þær upplýsingar sem við þurftum. Hlynur fyrrverandi nemandi og Valdi núverandi nemandi fóru með mig í kynnisferð um allt svæði í Alnarp University. Alnarp er sveita skóli svipaður og Hvanneyri, nema bara aðeins stærri og allt var alveg ótrúlega huggulegt. Eftir langan og strangan kynnistúr fórum við svo strákarnir til Malmö þar sem Valdi býr ásamt kærustu, henni Guðrúnu Bjarna. (Koma myndir von bráðar).



Mér bauðst að fara á tónleika með Muse í Forum höllinni, sem er reyndar í sömu götu og deildin mín í skólanum. en það er annað mál. Þannig var mál með vexti að Tóti vinur minn ákvað að vera frekar heima hjá stráknum sínum frekar en að fara á tónlega og hann bauð mér að fara með konu sinni Kristínu, einnig voru þau Arnar og Helga með í fór. Meðfylgjandi eru myndir frá tónleikunum.
Kíkti á Louisiana Museum safnið með Brynju vinkonu minni. Það sem var í boði voru t.d. pælingar og verk efitr arkítektinn Cecil Balmond, mjög athyglisvert, fékk mér einmitt bók með honum, mjög gaman af hans pælingum, Þarf smá tíma með bókina svo ég skilji hann betur. Lucian Freud listmálarinn sem málar raunverulegt fólk í raunverulegum aðstæðum, já og hann skýrir myndirnar sínar mjóg venjulegum nöfnum. Einnig var almenn sýning á Islam list eitthvað history teingt var ekki alveg að meika það. Listamaðurinn sem hefur rauðvín í æðum sér Tal R var með nokkrar afar skrýtnar myndir á safninu. Það sem gerði mest fyrir mig á sýningunni voru myndir eftir Richard Avedon. Richard lést árið 2004 og skildi eftir sig afar vandað og gott safn af frábærum myndum, mæli eindregið með hans sýningu. Meðfylgjandi er slóð á Louisiana Museum for Moderne Kunst - http://www.louisiana.dk/

Hefur verið mikið að gera hjá mér..... Þannig að lítið um blogg. Hér fylgir mynd frá því í þar síðustu vika, þegar ég var að vinna við að leggja Artificial Grass á fótboltavöll. Rosa gaman að fá að hreyfa sig í vinnu, góð tilbreyting og ekki skemmdi fyrir hversu gríðalega hressir náungar voru að vinna þar.