mánudagur, nóvember 05, 2007




Fyrsta stutta önn endaði síðasta fimmtudag, með kynningu á lokaverkefni í áfanganum Contemporary Danish Landscape Architecture. Lokaverkefnið vann ég með þeim Arnari Birgi og Kristian, verkefnið okkar gekk út á að greina Nørrebro Parken og gera líkan af svæðinu . Kynning á verkefninu gekk ágætlega, en líkanið sló í gegn, líkanið var neflega skúffukaka og kakan var bökuð eftir aldagamalli uppskrift frá Húnavatnssýslu. Helga hans Arnas fylgdi okkur í gegn um uppsrkiftina, reyndar bakaði hún gaurinn. Meðfylgjandi eru myndir frá því þegar krakkarnir úr bekknum eru að gæða sér á kökkunni (líkaninu).

Engin ummæli: